Fyrstu myndir af S-Class Coupe Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 15:17 Nýr Mercedes Benz S-Class Coupe. Autoblog Mercedes Benz ætlar að kynna Coupe útfærslu af hinum nýja S-Class lúxusbíls á morgun. Það hefur ekki komið í veg fyrir að myndir hafi lekið út af bílnum og sjást þær hér. Fáar aðrar upplýsingar fylgja um bílinn en gera má ráð fyrir að í grunninn sé hann eins og venjulegur S-Class og með sama úrval vélbúnaðar. Af myndinni að dæma er bíllinn svo til alveg eins og hugmyndabíllinn sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Húddið er lengra og lægra en á venjulegum S-Class. Eins og flestir aðrir bíla með Coupe-lagi er bíllinn tveggja hurða, en afturhluti bílsins er líklega óbreyttur systurbílnum. Mercedes Benz ætlar einnig að svipta hulunni af nýjum CL-Class á morgun.Ekki er víst að innrétting bílsins verði eins og í sýningarbílnum í Frankfurt. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent
Mercedes Benz ætlar að kynna Coupe útfærslu af hinum nýja S-Class lúxusbíls á morgun. Það hefur ekki komið í veg fyrir að myndir hafi lekið út af bílnum og sjást þær hér. Fáar aðrar upplýsingar fylgja um bílinn en gera má ráð fyrir að í grunninn sé hann eins og venjulegur S-Class og með sama úrval vélbúnaðar. Af myndinni að dæma er bíllinn svo til alveg eins og hugmyndabíllinn sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Húddið er lengra og lægra en á venjulegum S-Class. Eins og flestir aðrir bíla með Coupe-lagi er bíllinn tveggja hurða, en afturhluti bílsins er líklega óbreyttur systurbílnum. Mercedes Benz ætlar einnig að svipta hulunni af nýjum CL-Class á morgun.Ekki er víst að innrétting bílsins verði eins og í sýningarbílnum í Frankfurt.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent