Bleiki fíllinn í stofunni G. Svala Arnardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Það er ekki óalgengt að menn fjargviðrist hér yfir orðræðu þingmanna manna á meðal og í fjölmiðlum. Nýlegt dæmi er úr umræðunni á Alþingi um tillögu ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vissulega eru góð samskipti án ásakana og gífuryrða alltaf keppikefli, ekki síst á hinu háa Alþingi, en umræðan um orðaval á ekki að koma í staðinn fyrir málefnalega umræðu um tilefni ummælanna. Í umræðunni hefur komið fram að fólki finnist t.d. afar hneykslanlegt að bölva og að ekki sé nú talað um að nefnt sé að einhver sé dónalegur. Landsmenn hafa undanfarið mótmælt þúsundum saman andlýðræðislegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar vegna tillögunnar um slit á viðræðunum við Evrópusambandið. Þessi andlýðræðislegu vinnubrögð ættu auðvitað að vera meira áhyggjuefni fyrir fólk og fjölmiðla heldur en þegar þingmönnum ofbýður yfirgangurinn. Það má líkja þessu við það að ásaka fjölskyldu alkóhólistans um ljótt orðbragð þegar hann er búinn að rústa stofunni á fylleríi. Samkvæmt þessu ætti þá að senda málfarsráðunaut inn á stofugólfið hjá viðkomandi og fara yfir orðaval til að halda öllu huggulegu á yfirborðinu. Passa verður upp á að nefna alls ekki ástæðuna fyrir reiði fjölskyldunnar og það má ekki undir nokkrum kringumstæðum nefna það að viðkomandi alkóhólisti fari í meðferð.Lýðræðisbrestur Bleiki fíllinn í stofunni, þ.e. alkinn, getur þá haldið áfram við iðju sína og málfarsráðunauturinn hefur í nógu að snúast við að snyrta orðfærið. Starf málfarsráðunautsins er auðvitað mjög mikilvægt en það kemur ekki í veg fyrir reiðina og óréttlætið sem kraumar í fjölskyldunni. Alkóhólistinn þarf að kannast við vanda sinn og gera ráðstafanir í samræmi við hann ef samskipti fjölskyldunnar eiga að batna. Annars dafnar bleiki fíllinn í stofunni svo vel að hann fyllir á endanum alveg út í hana og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hrökklast út með herfilegum afleiðingum. Fjölmiðlar og umræðan í samfélaginu eiga ekki að sameinast í því að horfa fram hjá bleika fílnum í stofunni, meðvitað eða ómeðvitað. Það þarf að viðurkenna tilvist hans til að þoka málum áfram. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af lýðræðinu hér á landi þegar vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru skoðuð í sambandi við tillöguna um viðræðuslitin. Það þurfa að fara fram góðar og málefnalegar umræður um þann lýðræðisbrest sem við höfum horft upp á í beinni útsendingu sjónvarpsins undanfarið. Er það ekki sérkennilega teprulegt að við, afkomendur bænda og sjómanna, skulum svo oft missa sjónar á aðalatriðunum þegar tekið er hressilega til orða? Eða er hér kannski kominn angi af gömlu íslensku þrætugirninni sem lýst er svo meistaralega í Njálu. Þrætugirni sem Jón Grunnvíkingur lýsti með einni setningu: „bændur flugust á.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ekki óalgengt að menn fjargviðrist hér yfir orðræðu þingmanna manna á meðal og í fjölmiðlum. Nýlegt dæmi er úr umræðunni á Alþingi um tillögu ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vissulega eru góð samskipti án ásakana og gífuryrða alltaf keppikefli, ekki síst á hinu háa Alþingi, en umræðan um orðaval á ekki að koma í staðinn fyrir málefnalega umræðu um tilefni ummælanna. Í umræðunni hefur komið fram að fólki finnist t.d. afar hneykslanlegt að bölva og að ekki sé nú talað um að nefnt sé að einhver sé dónalegur. Landsmenn hafa undanfarið mótmælt þúsundum saman andlýðræðislegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar vegna tillögunnar um slit á viðræðunum við Evrópusambandið. Þessi andlýðræðislegu vinnubrögð ættu auðvitað að vera meira áhyggjuefni fyrir fólk og fjölmiðla heldur en þegar þingmönnum ofbýður yfirgangurinn. Það má líkja þessu við það að ásaka fjölskyldu alkóhólistans um ljótt orðbragð þegar hann er búinn að rústa stofunni á fylleríi. Samkvæmt þessu ætti þá að senda málfarsráðunaut inn á stofugólfið hjá viðkomandi og fara yfir orðaval til að halda öllu huggulegu á yfirborðinu. Passa verður upp á að nefna alls ekki ástæðuna fyrir reiði fjölskyldunnar og það má ekki undir nokkrum kringumstæðum nefna það að viðkomandi alkóhólisti fari í meðferð.Lýðræðisbrestur Bleiki fíllinn í stofunni, þ.e. alkinn, getur þá haldið áfram við iðju sína og málfarsráðunauturinn hefur í nógu að snúast við að snyrta orðfærið. Starf málfarsráðunautsins er auðvitað mjög mikilvægt en það kemur ekki í veg fyrir reiðina og óréttlætið sem kraumar í fjölskyldunni. Alkóhólistinn þarf að kannast við vanda sinn og gera ráðstafanir í samræmi við hann ef samskipti fjölskyldunnar eiga að batna. Annars dafnar bleiki fíllinn í stofunni svo vel að hann fyllir á endanum alveg út í hana og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hrökklast út með herfilegum afleiðingum. Fjölmiðlar og umræðan í samfélaginu eiga ekki að sameinast í því að horfa fram hjá bleika fílnum í stofunni, meðvitað eða ómeðvitað. Það þarf að viðurkenna tilvist hans til að þoka málum áfram. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af lýðræðinu hér á landi þegar vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru skoðuð í sambandi við tillöguna um viðræðuslitin. Það þurfa að fara fram góðar og málefnalegar umræður um þann lýðræðisbrest sem við höfum horft upp á í beinni útsendingu sjónvarpsins undanfarið. Er það ekki sérkennilega teprulegt að við, afkomendur bænda og sjómanna, skulum svo oft missa sjónar á aðalatriðunum þegar tekið er hressilega til orða? Eða er hér kannski kominn angi af gömlu íslensku þrætugirninni sem lýst er svo meistaralega í Njálu. Þrætugirni sem Jón Grunnvíkingur lýsti með einni setningu: „bændur flugust á.“
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun