Mercedes S-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 12:21 Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent
Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent