Flokksval Samfylkingarinnar Reynir Sigurbjörnsson skrifar 11. mars 2014 06:00 Í Umbótaskýrslu Samfylkingarinnar sem kom út í desember 2010, segir meðal annars: „Miklu máli skiptir fyrir starf flokksins til lengri tíma, að einstaklingar sem hafa metnað til starfa á vegum hans, í forystu hans eða sem fulltrúar hans í stjórnkerfinu, skynji það svo að óeigingjarnt starf fyrir flokkinn skili sér í stuðningi til trúnaðarstarfa á vegum hans. Ef engin tengsl eru á milli þess sem menn leggja á sig í flokksstarfi og möguleikum þeirra til að ná árangri í stjórnmálum, er afar ólíklegt að hægt sé að byggja upp sterkt og heilbrigt flokksstarf. Opin prófkjör draga úr vægi flokkstarfsins.“ Nýafstaðið flokksval sýndi hversu veikt flokkstarf Samfylkingarinnar er enn. Enginn var slagurinn um tvö efstu sætin, flestir sóttust eftir þriðja til fjórða sæti. Að loknu flokksvali tók uppstillingarnefnd við og virtist ráðin í að hafa tillögur umbótaskýrslunnar að engu. Farið var eftir úrslitum flokksvalsins fyrir efstu átta sætin, en athygli vekur að aðeins tveir af þeim sem urðu neðar tóku sæti á listanum. Ég er einn þeirra sem ekki tók boði uppstillingarnefndar, eini iðnaðarmaðurinn sem tók þátt í flokksvalinu. Mér var tjáð að uppstillingarnefnd hefði reynt að gera listann „sölulegri“. Þar sem ég er ekki söluvara fannst mér ástæðulaust að una boði nefndarinnar.Ekki stefnir í stóra sigra Fleiri dæmi eru því miður um veikt flokksstarf Samfylkingarinnar. Í síðasta mánuði var aðalfundur Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Fundurinn var frekar fámennur. Meðal þeirra sem vantaði á fundinn var oddvitinn úr flokksvalinu. Hann valdi frekar að funda með hluta þeirra sem yrðu (væntanlega) með honum á lista í næstu borgarstjórnarkosningum, svona til að þétta hópinn og huga að undirbúningi fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þetta kom svo sem ekkert á óvart fyrir félagsmann sem hefur starfað innan Samfylkingarinnar frá stofnun hennar. Í Umbótaskýrslunni er einnig bent á eftirfarandi: „Sú gagnrýni er áberandi meðal almennra flokksmanna að forystan sé ekki í tengslum við grasrótina. Þannig hafi starf aðildarfélaganna lítil áhrif á stefnumörkun og forystan fylgi samþykktum stofnana flokksins ekki eftir. Þetta veldur því að ábyrgð aðildarfélaga á flokksstarfinu er takmörkuð og starf þeirra hefur ekki þau áhrif aðflokkurinn verði öflug liðsheild.“ Svo virðist vera að forystan skammist sín fyrir flokkinn og félagsmenn og noti orðið „jafnaðarmenn“ aðeins á hátíðarstundu. Samfylkingin fékk þungt högg í síðustu alþingiskosningum. Ekki stefnir heldur í stóra sigra í komandi kosningum. Það er ekki vænlegt til árangurs að breyta flokknum úr breiðfylkingu jafnaðarmanna í bandalag prófkjörssigurvegara, sem einir móta stefnu flokksins og fylgja henni eftir. Ef Samfylkingin á að eiga sér einhverja framtíð verða flokksmenn og forystan að vinna í einlægni eftir tillögum Umbótaskýrslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Umbótaskýrslu Samfylkingarinnar sem kom út í desember 2010, segir meðal annars: „Miklu máli skiptir fyrir starf flokksins til lengri tíma, að einstaklingar sem hafa metnað til starfa á vegum hans, í forystu hans eða sem fulltrúar hans í stjórnkerfinu, skynji það svo að óeigingjarnt starf fyrir flokkinn skili sér í stuðningi til trúnaðarstarfa á vegum hans. Ef engin tengsl eru á milli þess sem menn leggja á sig í flokksstarfi og möguleikum þeirra til að ná árangri í stjórnmálum, er afar ólíklegt að hægt sé að byggja upp sterkt og heilbrigt flokksstarf. Opin prófkjör draga úr vægi flokkstarfsins.“ Nýafstaðið flokksval sýndi hversu veikt flokkstarf Samfylkingarinnar er enn. Enginn var slagurinn um tvö efstu sætin, flestir sóttust eftir þriðja til fjórða sæti. Að loknu flokksvali tók uppstillingarnefnd við og virtist ráðin í að hafa tillögur umbótaskýrslunnar að engu. Farið var eftir úrslitum flokksvalsins fyrir efstu átta sætin, en athygli vekur að aðeins tveir af þeim sem urðu neðar tóku sæti á listanum. Ég er einn þeirra sem ekki tók boði uppstillingarnefndar, eini iðnaðarmaðurinn sem tók þátt í flokksvalinu. Mér var tjáð að uppstillingarnefnd hefði reynt að gera listann „sölulegri“. Þar sem ég er ekki söluvara fannst mér ástæðulaust að una boði nefndarinnar.Ekki stefnir í stóra sigra Fleiri dæmi eru því miður um veikt flokksstarf Samfylkingarinnar. Í síðasta mánuði var aðalfundur Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Fundurinn var frekar fámennur. Meðal þeirra sem vantaði á fundinn var oddvitinn úr flokksvalinu. Hann valdi frekar að funda með hluta þeirra sem yrðu (væntanlega) með honum á lista í næstu borgarstjórnarkosningum, svona til að þétta hópinn og huga að undirbúningi fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þetta kom svo sem ekkert á óvart fyrir félagsmann sem hefur starfað innan Samfylkingarinnar frá stofnun hennar. Í Umbótaskýrslunni er einnig bent á eftirfarandi: „Sú gagnrýni er áberandi meðal almennra flokksmanna að forystan sé ekki í tengslum við grasrótina. Þannig hafi starf aðildarfélaganna lítil áhrif á stefnumörkun og forystan fylgi samþykktum stofnana flokksins ekki eftir. Þetta veldur því að ábyrgð aðildarfélaga á flokksstarfinu er takmörkuð og starf þeirra hefur ekki þau áhrif aðflokkurinn verði öflug liðsheild.“ Svo virðist vera að forystan skammist sín fyrir flokkinn og félagsmenn og noti orðið „jafnaðarmenn“ aðeins á hátíðarstundu. Samfylkingin fékk þungt högg í síðustu alþingiskosningum. Ekki stefnir heldur í stóra sigra í komandi kosningum. Það er ekki vænlegt til árangurs að breyta flokknum úr breiðfylkingu jafnaðarmanna í bandalag prófkjörssigurvegara, sem einir móta stefnu flokksins og fylgja henni eftir. Ef Samfylkingin á að eiga sér einhverja framtíð verða flokksmenn og forystan að vinna í einlægni eftir tillögum Umbótaskýrslunnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun