Ómöguleiki Bjarna Benediktssonar Gylfi Skarphéðinsson skrifar 11. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra landsins, hefur lýst því yfir að hann geti ekki uppfyllt loforð flokks síns fyrir kosningar um að þjóðin fái að kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna við ESB. Ástæðan sé sú að verði þjóðaratkvæðagreiðslan haldin og komi út úr henni sú niðurstaða að þjóðin vilji klára aðildarviðræðurnar til að geta tekið upplýsta afstöðu til samningsins, þá geti ríkisstjórnin ekki framfylgt þeirri niðurstöðu vegna þess að stjórnin er á móti inngöngu í ESB. Í stuttu máli: Ómöguleikinn felst í að ríkisstjórnin getur ekki framfylgt vilja almennings ef hann er í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Það sem Bjarni áttar sig ekki á er að ef hann treystir sér ekki til að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu og framfylgja því sem þar kemur fram, þá á hann einfaldlega að stíga til hliðar og hleypa einhverjum að sem treystir sér til þess. Ómöguleikinn sem Bjarni talar um er í raun sá að honum finnst ómöguleg tilhugsun að hann og hans stjórn verði að stíga til hliðar ef þjóðin er á öndverðu máli við stefnu hans. Þessi afstaða veldur því að kjósendur þessa lands geta aldrei kosið Bjarna Benediktsson til valda aftur. Ljóst er að loforðum hans er ekki treystandi og að á meðan hann er við völd þá er tilgangslaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór sem smá málefni. Maður spyr sig, hvernig fara þeir eiginlega að þessu í Sviss? Varla eru niðurstöður allra þjóðaratkvæðagreiðslnanna þar í samræmi við stefnur þeirra flokka sem eru við völd hverju sinni? Ég hvet Bjarna Benediktsson og alla landsmenn til að lesa bæklinginn „Nútímalegt beint lýðræði í Sviss og á Íslandi“ sem gefinn var út af svissneska utanríkisráðuneytinu árið 2011. Þið finnið hann á Netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra landsins, hefur lýst því yfir að hann geti ekki uppfyllt loforð flokks síns fyrir kosningar um að þjóðin fái að kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna við ESB. Ástæðan sé sú að verði þjóðaratkvæðagreiðslan haldin og komi út úr henni sú niðurstaða að þjóðin vilji klára aðildarviðræðurnar til að geta tekið upplýsta afstöðu til samningsins, þá geti ríkisstjórnin ekki framfylgt þeirri niðurstöðu vegna þess að stjórnin er á móti inngöngu í ESB. Í stuttu máli: Ómöguleikinn felst í að ríkisstjórnin getur ekki framfylgt vilja almennings ef hann er í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Það sem Bjarni áttar sig ekki á er að ef hann treystir sér ekki til að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu og framfylgja því sem þar kemur fram, þá á hann einfaldlega að stíga til hliðar og hleypa einhverjum að sem treystir sér til þess. Ómöguleikinn sem Bjarni talar um er í raun sá að honum finnst ómöguleg tilhugsun að hann og hans stjórn verði að stíga til hliðar ef þjóðin er á öndverðu máli við stefnu hans. Þessi afstaða veldur því að kjósendur þessa lands geta aldrei kosið Bjarna Benediktsson til valda aftur. Ljóst er að loforðum hans er ekki treystandi og að á meðan hann er við völd þá er tilgangslaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór sem smá málefni. Maður spyr sig, hvernig fara þeir eiginlega að þessu í Sviss? Varla eru niðurstöður allra þjóðaratkvæðagreiðslnanna þar í samræmi við stefnur þeirra flokka sem eru við völd hverju sinni? Ég hvet Bjarna Benediktsson og alla landsmenn til að lesa bæklinginn „Nútímalegt beint lýðræði í Sviss og á Íslandi“ sem gefinn var út af svissneska utanríkisráðuneytinu árið 2011. Þið finnið hann á Netinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar