Jepplingasprengja vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:45 Ford Escape er einn þeirra jepplinga sem seljast vel nú vestanhafs. Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent