Lífið

Vildi sofa hjá Madonnu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Rob Lowe opnar sig í æviminningum sínum, Love Life en bókin kemur út 8. apríl. Hann deilir broti úr bókinni í New York Post þar sem hann segist hafa viljað sænga hjá Madonnu þegar hann kynntist henni árið 1984.

„Hún var sæt og ung og einhleyp,“ skrifar Rob sem fékk að hitta söngkonuna baksviðs eftir tónleika í Los Angeles.

„Húð hennar var gallalaus og leyndarmál bjuggu í augum hennar.“

Nokkrum mánuðum síðar ákváðu þau að hittast á stórum næturklúbbi.

„Það var eins og á vitleysingjahæli. Við Madonna ræddum hvert við ættum að læðast í lok kvöldsins þegar hún hoppaði allt í einu upp úr sæti sínu og sagði: Dönsum. „Ég bíð hér,“ sagði ég," bætir Rob við. 

Ekkert varð úr þessu sambandi en spennandi verður að lesa bókina í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.