10 söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 10:05 Ford F-150 Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent
Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent