Lífið

Deitar TLC-söngkonu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spéfuglinn Wayne Brady er byrjaður að deita TLC-söngkonuna Rozondu Thomas, betur þekkt sem Chilli, samkvæmt heimildum Us Weekly.

Wayne og Chilli sáust láta vel af hvort öðru um helgina í Las Vegas en sambandið er frekar nýtt af nálinni.

Wayne og Chilli deituðu stuttlega fyrir ári síðan en sambandið entist aðeins í nokkrar vikur þar sem þau voru bæði mjög upptekin.

Wayne var kvæntur Diana Lasso í tvö ár en þau skildu árið 1995. Hann var einnig kvæntur Mandie Taketa á árunum 1999 til 2008 og saman eiga þau tíu ára dótturina Maile. Chilli hætti með tónlistarmanninum Usher árið 2004 eftir þriggja ára samband.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.