Átta japanskir bílaframleiðendur sameinast um framleiðslu véla Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 09:32 Vél í Toyota Corolla. Samvinna tveggja eða fleiri bílaframleiðenda er ekki óþekkt nú til dags, en óvanalegt er að 8 bílaframleiðendur frá einu landi sameinist um þróun véla. Það eru framleiðendurnir Toyota, Honda, Mazda, Nissan, Subaru, Mitsubishi, Suzuki og Daihatsu sem ætla saman að þróa vélar sem eiga að verða 30% sparneytnari en vélar þeirra í dag. Þarna eru svo til allir bílaframleiðendur Japans upptaldir og því er þetta verkefni svo gott sem landsátak bílgreinarinnar í sparneytni. Þessi þróun snýr bæði að framleiðslu bensín- og dísilvéla og er fjármögnuð að hálfu frá framleiðendunum og hálfu frá japanska ríkinu. Samtals hefur verið lagt 20 milljón dollarar til verksins, en talsvert langt er í að sjáist til afraksturs þess. Miðað er við að fyrstu vélarnar sem koma út úr þessu þróunarverkefni verði af árgerð 2020, en horft er í fyrstu til 10 ára verkefnis, eða til ársins 2024. Eitt af markmiðum þeim sem bílaframleiðendurnir hafa sett sér er að nýta orku bæði bensíns og dísilolíu mun betur en nú er gert. Í dag nýta vélar um 39% af orku bensíns og 42% af orku dísilolíu, en markmiðið er að ná þessari tölu í 50% fyrir báðar gerðir. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent
Samvinna tveggja eða fleiri bílaframleiðenda er ekki óþekkt nú til dags, en óvanalegt er að 8 bílaframleiðendur frá einu landi sameinist um þróun véla. Það eru framleiðendurnir Toyota, Honda, Mazda, Nissan, Subaru, Mitsubishi, Suzuki og Daihatsu sem ætla saman að þróa vélar sem eiga að verða 30% sparneytnari en vélar þeirra í dag. Þarna eru svo til allir bílaframleiðendur Japans upptaldir og því er þetta verkefni svo gott sem landsátak bílgreinarinnar í sparneytni. Þessi þróun snýr bæði að framleiðslu bensín- og dísilvéla og er fjármögnuð að hálfu frá framleiðendunum og hálfu frá japanska ríkinu. Samtals hefur verið lagt 20 milljón dollarar til verksins, en talsvert langt er í að sjáist til afraksturs þess. Miðað er við að fyrstu vélarnar sem koma út úr þessu þróunarverkefni verði af árgerð 2020, en horft er í fyrstu til 10 ára verkefnis, eða til ársins 2024. Eitt af markmiðum þeim sem bílaframleiðendurnir hafa sett sér er að nýta orku bæði bensíns og dísilolíu mun betur en nú er gert. Í dag nýta vélar um 39% af orku bensíns og 42% af orku dísilolíu, en markmiðið er að ná þessari tölu í 50% fyrir báðar gerðir.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent