Ósáttir í rússnesku umferðinni Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:46 Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent