Universal vill 5,6 milljarða vegna fráfalls Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 17:00 Paul Walker úr Fast & Furious. Það er erfitt að meta líf í peningaupphæðum, en það er hægt að meta það hvað fráfall fólks getur haft á fyrirtæki þess sem viðkomandi vann hjá. Það er einmitt kvikmyndaframleiðandinn Universal að gera með kröfu sinni á tryggingafélag uppá 5,6 milljarða króna, eða 50 milljónir dollara. Það hefur haft mikil áhrif á framleiðslu Fast & Furious 7 myndarinnar sem Universal vann að er Paul Walker, einn aðalleikara myndarinnar, dó í sviplegu bílslysi. Universal vill meina að aukakostnaður sinn nemi einmitt þessari upphæð. Universal hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að persóna Paul Walker sé áfram í myndinni, bæði með tæknibrellum og tvíförum Paul Walker. Upphaflega átti framleiðsla myndarinnar að kosta 200 milljón dollarar, en fjórðungur hefur bæst ofaná vegna fráfalls Paul Walker og víst er að hans nýtur ekki við ef framleiddar verða fleiri Fast & Furious myndir. Ef að Universal tekst að fá þessa bótagreiðslu verður hún sú hæsta sinnar tegundar, en 20 milljón dollara krafa var samþykkt við fráfall John Candy er verið var að búa til kvikmyndina Wagons East árið 1994. Einnig voru greiddar út 10 milljónir dollara í tryggingafé þegar Robert Downey Jr. Braut á sér öklann við tökur á myndinni Iron Man 3. Það er ekki að spyrja að upphæðunum vestur í henni Ameríku! Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent
Það er erfitt að meta líf í peningaupphæðum, en það er hægt að meta það hvað fráfall fólks getur haft á fyrirtæki þess sem viðkomandi vann hjá. Það er einmitt kvikmyndaframleiðandinn Universal að gera með kröfu sinni á tryggingafélag uppá 5,6 milljarða króna, eða 50 milljónir dollara. Það hefur haft mikil áhrif á framleiðslu Fast & Furious 7 myndarinnar sem Universal vann að er Paul Walker, einn aðalleikara myndarinnar, dó í sviplegu bílslysi. Universal vill meina að aukakostnaður sinn nemi einmitt þessari upphæð. Universal hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að persóna Paul Walker sé áfram í myndinni, bæði með tæknibrellum og tvíförum Paul Walker. Upphaflega átti framleiðsla myndarinnar að kosta 200 milljón dollarar, en fjórðungur hefur bæst ofaná vegna fráfalls Paul Walker og víst er að hans nýtur ekki við ef framleiddar verða fleiri Fast & Furious myndir. Ef að Universal tekst að fá þessa bótagreiðslu verður hún sú hæsta sinnar tegundar, en 20 milljón dollara krafa var samþykkt við fráfall John Candy er verið var að búa til kvikmyndina Wagons East árið 1994. Einnig voru greiddar út 10 milljónir dollara í tryggingafé þegar Robert Downey Jr. Braut á sér öklann við tökur á myndinni Iron Man 3. Það er ekki að spyrja að upphæðunum vestur í henni Ameríku!
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent