Varúð! Njósnarar Rússa á ferðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2014 08:45 Frá gasstöðinni Mjallhvít á Mjólkurey við Hammerfest. Norski olíu- og gasiðnaðurinn er talinn skotmark njósnara enda hefur honum verið líkt við geimvísindi vegna þeirrar miklu hátækni sem þar er nýtt. Statoil/Öyvind Hagen. Norska öryggislögreglan hefur varað við rússneskum njósnurum vegna breytts ástands heimsmála í ljósi atburðanna í Úkraínu. Jafnframt eru Norðmenn sérstaklega hvattir til að vera á varðbergi gagnvart njósnum í olíugeiranum, - og ekki bara af hálfu Rússa. Þetta kemur fram í viðtölum norskra fjölmiðla við yfirmann öryggisþjónustu ríkislögreglu Noregs, Benedicte Bjørnland, bæði í TV-2 og við NTB-fréttastofuna. Svipuðum varnaðarorðum var síðast komið á framfæri í Noregi árið 2008. Þáverandi yfirmaður öryggislögreglunnar setti njósnastarfsemi Rússa þá í samhengi við aukinn áhuga á Norðurslóðum. Rússneska sendiráðið vísaði þeim þá á bug sem tilhæfulausum og kallaði ásakanirnar „enduróm frá dögum kalda stríðsins“. „Rússnesk leyniþjónusta hefur þörf fyrir upplýsingar vegna stöðunnar í Úkraínu. Olíu- og gasiðnaðurinn okkar þykir sérstaklega áhugaverður,“ segir Benedicte Bjørnland. Hún segir önnur ríki einnig hafa áhuga á upplýsingum um norska olíugeirann, án þess þó að nefna nöfn. „Við erum stórir birgjar af olíu og gasi. Það er áhugavert fyrir önnur ríki að vita hverskonar getu við höfum.“ Hún segir að menn þurfi ekki að vera háttsettir í stjórnmálum eða atvinnulífinu til að njósnarar reyni að nálgast þá í leit að upplýsingum. Njósnarar leggi áherslu á olíu- og gasiðnaðinn en starfsmenn tæknifyrirtækja, rannsóknarstofnana og stjórnsýslu geti einnig verið áhugaverðir, segir Bjørnland. Hún hvetur til varúðar um hvaða efni er sent í tölvupósti eða talað um í síma. Á ferðalögum verði að gæta vel að snjallsímum og fartölvum og farga notuðum minniskubbum. Hún segir starfsmenn erlendra njósnastofnana oft starfa undir því yfirskini að vera diplómatar eða blaðamenn en þeir geti einnig komist yfir viðkvæmar upplýsingar með því að tengjast inn á tölvukerfi. „Við höfum í mörg ár fundið fyrir stöðugum og miklum þrýstingi til að afla upplýsinga með njósnum. Þannig er myndin enn, þótt áherslurnar hafi breyst“ segir Benedicte og minnir á að njósnir geti skaðað fyrirtæki alvarlega sem og norska hagsmuni verulega, eins og í samningaviðræðum. Það tjón geti komið fram mörgum árum síðar. Tengdar fréttir Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Norska öryggislögreglan hefur varað við rússneskum njósnurum vegna breytts ástands heimsmála í ljósi atburðanna í Úkraínu. Jafnframt eru Norðmenn sérstaklega hvattir til að vera á varðbergi gagnvart njósnum í olíugeiranum, - og ekki bara af hálfu Rússa. Þetta kemur fram í viðtölum norskra fjölmiðla við yfirmann öryggisþjónustu ríkislögreglu Noregs, Benedicte Bjørnland, bæði í TV-2 og við NTB-fréttastofuna. Svipuðum varnaðarorðum var síðast komið á framfæri í Noregi árið 2008. Þáverandi yfirmaður öryggislögreglunnar setti njósnastarfsemi Rússa þá í samhengi við aukinn áhuga á Norðurslóðum. Rússneska sendiráðið vísaði þeim þá á bug sem tilhæfulausum og kallaði ásakanirnar „enduróm frá dögum kalda stríðsins“. „Rússnesk leyniþjónusta hefur þörf fyrir upplýsingar vegna stöðunnar í Úkraínu. Olíu- og gasiðnaðurinn okkar þykir sérstaklega áhugaverður,“ segir Benedicte Bjørnland. Hún segir önnur ríki einnig hafa áhuga á upplýsingum um norska olíugeirann, án þess þó að nefna nöfn. „Við erum stórir birgjar af olíu og gasi. Það er áhugavert fyrir önnur ríki að vita hverskonar getu við höfum.“ Hún segir að menn þurfi ekki að vera háttsettir í stjórnmálum eða atvinnulífinu til að njósnarar reyni að nálgast þá í leit að upplýsingum. Njósnarar leggi áherslu á olíu- og gasiðnaðinn en starfsmenn tæknifyrirtækja, rannsóknarstofnana og stjórnsýslu geti einnig verið áhugaverðir, segir Bjørnland. Hún hvetur til varúðar um hvaða efni er sent í tölvupósti eða talað um í síma. Á ferðalögum verði að gæta vel að snjallsímum og fartölvum og farga notuðum minniskubbum. Hún segir starfsmenn erlendra njósnastofnana oft starfa undir því yfirskini að vera diplómatar eða blaðamenn en þeir geti einnig komist yfir viðkvæmar upplýsingar með því að tengjast inn á tölvukerfi. „Við höfum í mörg ár fundið fyrir stöðugum og miklum þrýstingi til að afla upplýsinga með njósnum. Þannig er myndin enn, þótt áherslurnar hafi breyst“ segir Benedicte og minnir á að njósnir geti skaðað fyrirtæki alvarlega sem og norska hagsmuni verulega, eins og í samningaviðræðum. Það tjón geti komið fram mörgum árum síðar.
Tengdar fréttir Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45