1.193 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 12:44 Toyota bílar hafa selst vel í þessum mánuði. Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent
Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent