Nýi bandamaðurinn kvaddur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. mars 2014 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins?
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun