Nýi bandamaðurinn kvaddur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. mars 2014 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar