Valsmenn sigruðust á heiðinni en misstu annað stigið til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2014 21:12 Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri. Vísir/Daníel Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita