Skoðun

„Málheft“ málþing í og um tónlistarhúsið Hörpu?

Örnólfur Hall skrifar
Á morgun, fimmtudag, á að halda málþing í Hörpu um Hörpu þar sem aðeins sérvaldir fá að taka þátt í hringborðsumræðu.

Við fjölmargir gagnrýnir arkitektar sem höfum fylgst með Hörpu-„smíði“ frá upphafi og þekkjum öll ófögru „grösin“ þar í hönnun, smíði og framkvæmd, fáum ekki að vera með og sagt að við mættum heldur ekki gera fyrirspurnir utan úr sal. Hvers vegna skyldi það nú vera?

NB: Fer umræðan hér á landi að verða eins og í alvaldsríkjum í austrinu þar sem harðbannað er að tjá sig um opinberar framkvæmdir með ofurkostnaði og smíðafúski sem lendir á saklausum almenningi?




Skoðun

Sjá meira


×