Verkóbarn Guðni Rúnar Jónasson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í gegnum tíðina hef ég stundum fengið símtal eftir að hafa borðað kvöldmat með fjölskyldunni eða lent í líflegum umræðum á netinu. Þegar ég svara að góðum sið „Guðni hér“ er enginn sem kynnir sig á hinum enda línunnar heldur hálf hreytir í mig; „Við erum þó allavega sammála um að það átti aldrei að loka Verkamannabústöðunum!“ Símtalinu lauk svo jafn bratt og það hófst. Þarna var auðvitað Sjálfstæðismaðurinn og skápa-kommúnistinn faðir minn að staðfesta að þótt við værum ekki alltaf sammála um daginn og veginn náðum við alveg saman um þetta atriði: Verkamannabústöðunum átti aldrei að loka. Forsagan að þessum samskiptum er að eftir mikið húsnæðishrak fjölskyldu minnar á sínum fyrstu árum fengum við úthlutað lítilli verkamannaíbúð við Háteigsveg. Eldhús, baðherbergi í frímerkjastærð, stofa og svefnherbergi í alls 43 fermetrum. Þarna bjuggum við fjögur ásamt hundi og ketti. Þröngt mega sáttir sitja segir orðatiltækið og það átti svo sannarlega við hjá okkur. Alla mína grunnskólagöngu barðist ég við lesblindu og erfiðleika í skóla. Þegar ég hugsa til baka er mér ljóst hvílíkt happ það var að búa við stöðugleika heima við, festu og ró. Ég á erfitt með að ímynda mér hvernig glíman hefði gengið án þess öryggis, hvað þá við aðstæður eins og margir foreldrar og börn þurfa að búa við á leigumarkaðnum í dag. Fólk er í mörgum tilfellum nauðbeygt til að leigja á hvaða verði sem er til að tryggja börnum sínum þak yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum eru þetta námsmenn eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði svo ekki er þetta tekjuhæsta fólkið. Uppsprengt leiguverð og öryggisleysi í húsnæðismálum getur haft bein neikvæð áhrif á lífsgæði barna og foreldra. Fátt annað en brýnustu nauðsynjar eru í boði og tilfallandi kostnaður á borð við heilbrigðisþjónustu eða endurnýjun á fatnaði getur sett allt úr skorðum. Á síðasta ári hækkaði leiguverð um 9,8% og frá upphafi árs 2011 er hækkunin 29,7%. Það eru nokkurn veginn 10% á ári og það sér ekki fyrir endann á því. Þetta ástand á húsnæðismarkaði gengur ekki lengur enda eitt hið versta frá því á millistríðsárunum þegar fyrstu Verkamannabústaðirnir risu og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ráðist var í nýtt átak við byggingu félagslegra íbúða til að tryggja alþýðufólki öruggt þak yfir höfuðið og útrýma braggahverfunum. Grípa verður til aðgerða og það strax. Við þurfum líka að hafa kjark og þor til að fara í þá vinnu að byggja upp alvöru langtímamiðað leigukerfi hér í borginni því við munum ekki sjá að hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði fari lækkandi. Í dag eru það um 27% af landsmönnum öllum. Reykjavíkurborg á sem höfuðborg að taka forystu í uppbyggingu samfélagsleg íbúðarhúsnæðis. Ég vil sjá blandaða leið, bæði þegar kemur að tegund og fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það góða er að borgin hefur nú þegar hafist handa við hluta þessarar uppbyggingar út frá nýju aðalskipulagi sem var samþykkt á síðasta ári. Samstarf við húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög spilar þar stóran þátt, svo ekki sé minnst á það að verkalýðshreyfingin kemur að verkefninu, enda var hún sérstaklega á móti því þegar verkamannabústaðakerfinu var lokað í tíð Páls Péturssonar sem félagsmálaráðherra. Sem jafnaðarmannaflokkur hefur Samfylkingin ein flokka lagt höfuðáherslu á úrlausn í húsnæðismálum í Reykjavík og því sækist ég eftir 3. til 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík til að vinna að húsnæðismálum framtíðarkynslóða borgarbarna. Tryggjum húsnæðisöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég stundum fengið símtal eftir að hafa borðað kvöldmat með fjölskyldunni eða lent í líflegum umræðum á netinu. Þegar ég svara að góðum sið „Guðni hér“ er enginn sem kynnir sig á hinum enda línunnar heldur hálf hreytir í mig; „Við erum þó allavega sammála um að það átti aldrei að loka Verkamannabústöðunum!“ Símtalinu lauk svo jafn bratt og það hófst. Þarna var auðvitað Sjálfstæðismaðurinn og skápa-kommúnistinn faðir minn að staðfesta að þótt við værum ekki alltaf sammála um daginn og veginn náðum við alveg saman um þetta atriði: Verkamannabústöðunum átti aldrei að loka. Forsagan að þessum samskiptum er að eftir mikið húsnæðishrak fjölskyldu minnar á sínum fyrstu árum fengum við úthlutað lítilli verkamannaíbúð við Háteigsveg. Eldhús, baðherbergi í frímerkjastærð, stofa og svefnherbergi í alls 43 fermetrum. Þarna bjuggum við fjögur ásamt hundi og ketti. Þröngt mega sáttir sitja segir orðatiltækið og það átti svo sannarlega við hjá okkur. Alla mína grunnskólagöngu barðist ég við lesblindu og erfiðleika í skóla. Þegar ég hugsa til baka er mér ljóst hvílíkt happ það var að búa við stöðugleika heima við, festu og ró. Ég á erfitt með að ímynda mér hvernig glíman hefði gengið án þess öryggis, hvað þá við aðstæður eins og margir foreldrar og börn þurfa að búa við á leigumarkaðnum í dag. Fólk er í mörgum tilfellum nauðbeygt til að leigja á hvaða verði sem er til að tryggja börnum sínum þak yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum eru þetta námsmenn eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði svo ekki er þetta tekjuhæsta fólkið. Uppsprengt leiguverð og öryggisleysi í húsnæðismálum getur haft bein neikvæð áhrif á lífsgæði barna og foreldra. Fátt annað en brýnustu nauðsynjar eru í boði og tilfallandi kostnaður á borð við heilbrigðisþjónustu eða endurnýjun á fatnaði getur sett allt úr skorðum. Á síðasta ári hækkaði leiguverð um 9,8% og frá upphafi árs 2011 er hækkunin 29,7%. Það eru nokkurn veginn 10% á ári og það sér ekki fyrir endann á því. Þetta ástand á húsnæðismarkaði gengur ekki lengur enda eitt hið versta frá því á millistríðsárunum þegar fyrstu Verkamannabústaðirnir risu og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ráðist var í nýtt átak við byggingu félagslegra íbúða til að tryggja alþýðufólki öruggt þak yfir höfuðið og útrýma braggahverfunum. Grípa verður til aðgerða og það strax. Við þurfum líka að hafa kjark og þor til að fara í þá vinnu að byggja upp alvöru langtímamiðað leigukerfi hér í borginni því við munum ekki sjá að hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði fari lækkandi. Í dag eru það um 27% af landsmönnum öllum. Reykjavíkurborg á sem höfuðborg að taka forystu í uppbyggingu samfélagsleg íbúðarhúsnæðis. Ég vil sjá blandaða leið, bæði þegar kemur að tegund og fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það góða er að borgin hefur nú þegar hafist handa við hluta þessarar uppbyggingar út frá nýju aðalskipulagi sem var samþykkt á síðasta ári. Samstarf við húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög spilar þar stóran þátt, svo ekki sé minnst á það að verkalýðshreyfingin kemur að verkefninu, enda var hún sérstaklega á móti því þegar verkamannabústaðakerfinu var lokað í tíð Páls Péturssonar sem félagsmálaráðherra. Sem jafnaðarmannaflokkur hefur Samfylkingin ein flokka lagt höfuðáherslu á úrlausn í húsnæðismálum í Reykjavík og því sækist ég eftir 3. til 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík til að vinna að húsnæðismálum framtíðarkynslóða borgarbarna. Tryggjum húsnæðisöryggi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar