Mamma hræðir soninn með 900 hestöflum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 08:45 Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent
Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent