Innlent

Formlegri leit að Grétari hætt

Formlegri leit að Grétari Guðfinnssyni hefur verið hætt. Þetta staðfesti lögreglan á Siglufirði í samtali við fréttastofu í dag.

Lögreglan á Akureyri lýsti fyrst eftir Grétari fyrir 11 dögum eða 6. febrúar síðastliðinn. Hann hafði síðast sést á Siglufirði. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita leituðu Grétars allt þangað til í dag - þegar mest lét tóku hátt í hundrað manns þátt í leitinni.

Þá rannsökuðu kafarar fjöruna norðan við bæinn en sporhundar voru notaðir við leit í landi. Þann sjöunda febrúar fundust eigur Grétars, þar á meðal úlpa, veski og sími, í fjörunni.

Ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×