Lág brú eyðileggur tugi flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 10:30 Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent