Audi kennir könum að kaupa dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 08:45 Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent