Annar Datsun á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 13:15 Datsun Go er lítill og ódýr Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent