Staðan á lyflækningasviði Landspítalans sögð mjög alvarleg Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:00 Frá og með 1. október næstkomandi munu aðeins sex deildarlæknar sinna stöðugildum tuttugu og fimm lækna á lyflækningasviði Landspítalans. Staðan á spítalanum er mjög alvarleg að sögn formanns Læknafélagsins. Á lyflækningasviði er veitt almenn og sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta en starfsemin nær til gigtsjúkdóma, hjartasjúkdóma, húð- og kynsjúkdóma, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, lungna- og ofnæmissjúkdóma, krabbameins- og blóðsjúkdóma, meltingarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma, smitsjúkdóma, taugasjúkdóma, öldrunarsjúkdóma og endurhæfingar. Ekki þarf því að fjölyrða um hversu mikilvægt sviðið er. Mikil mannekla er á lyflækningasviði Landspítalans og nú er svo komið að frá og með næstu mánaðamótum munu aðeins sex deildarlæknar sinna stöðugildum tuttugu og sex lækna. Það jafngildir því að hver og einn læknir starfi á við rúmlega fjóra lækna. Við skulum skoða þetta aftur. Sex deildarlæknar vinna fyrir tuttugu og fimm stöðugildi. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta eins og að einn fréttamaður myndi vinna allar fréttirnar í fréttatímanum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og inni á spítalanum er góð mönnun spurning um heilsu og velferð sjúklinga. Staðan verður alvarlegri eftir því sem tíminn líður Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands.Er staðan á lyflækningasviði Landspítalans alvarleg um þessar mundir? „Ég held það sé óhætt að segja að að hún sé mjög alvarleg og verður alvarlegri eftir því sem tíminn líður, ef það tekst ekki að leysa þetta,“ segir Þorbjörn. Hann segir vafasamt að halda því fram að spítalinn sé að halda uppi óskertri þjónustu á lyflækningasviði miðað við hvað manneklan er mikil.Hvernig eiga sex eða eftir atvikum sjö deildarlæknar að sinna tuttugu og fimm stöðugildum deildarlækna? „Það er alveg augljóst að það er ekki hægt,“ segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans. Björn segir að vinnan hafi verið endurskipulögð og sérfræðilæknar muni eftir atvikum hlaupa í skarðið, en það leysi ekki vandann heldur aukin fjárframlög. „Síðustu fimm ár hafa verið mjög erfið. Þegar samdrátturinn er orðinn svona mikill þá þolum við það ekki til lengri tíma. Ekki ef við ætlum að halda uppi sömu þjónustu. Upp kemur alvarleg staða og það þarf að auka peninga til spítalans,“ segir Björn.Fáið þið einhver viðbrögð eða vísbendingar um að það verði gert frá nýrri ríkisstjórn? „Ekki ennþá.“ Tengdar fréttir Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 "Mjög mikilvægt fyrir okkur“ Fyrsta sjúkrahúsið í Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum mun nota hugbúnað frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Mentis Cura til að greina Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Mikil sóknarfæri fólgin í samningum, bæði fyrir fyrirtækið og Íslendinga, segir heilbriðisráðherra. 12. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Frá og með 1. október næstkomandi munu aðeins sex deildarlæknar sinna stöðugildum tuttugu og fimm lækna á lyflækningasviði Landspítalans. Staðan á spítalanum er mjög alvarleg að sögn formanns Læknafélagsins. Á lyflækningasviði er veitt almenn og sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta en starfsemin nær til gigtsjúkdóma, hjartasjúkdóma, húð- og kynsjúkdóma, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, lungna- og ofnæmissjúkdóma, krabbameins- og blóðsjúkdóma, meltingarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma, smitsjúkdóma, taugasjúkdóma, öldrunarsjúkdóma og endurhæfingar. Ekki þarf því að fjölyrða um hversu mikilvægt sviðið er. Mikil mannekla er á lyflækningasviði Landspítalans og nú er svo komið að frá og með næstu mánaðamótum munu aðeins sex deildarlæknar sinna stöðugildum tuttugu og sex lækna. Það jafngildir því að hver og einn læknir starfi á við rúmlega fjóra lækna. Við skulum skoða þetta aftur. Sex deildarlæknar vinna fyrir tuttugu og fimm stöðugildi. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta eins og að einn fréttamaður myndi vinna allar fréttirnar í fréttatímanum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og inni á spítalanum er góð mönnun spurning um heilsu og velferð sjúklinga. Staðan verður alvarlegri eftir því sem tíminn líður Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands.Er staðan á lyflækningasviði Landspítalans alvarleg um þessar mundir? „Ég held það sé óhætt að segja að að hún sé mjög alvarleg og verður alvarlegri eftir því sem tíminn líður, ef það tekst ekki að leysa þetta,“ segir Þorbjörn. Hann segir vafasamt að halda því fram að spítalinn sé að halda uppi óskertri þjónustu á lyflækningasviði miðað við hvað manneklan er mikil.Hvernig eiga sex eða eftir atvikum sjö deildarlæknar að sinna tuttugu og fimm stöðugildum deildarlækna? „Það er alveg augljóst að það er ekki hægt,“ segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans. Björn segir að vinnan hafi verið endurskipulögð og sérfræðilæknar muni eftir atvikum hlaupa í skarðið, en það leysi ekki vandann heldur aukin fjárframlög. „Síðustu fimm ár hafa verið mjög erfið. Þegar samdrátturinn er orðinn svona mikill þá þolum við það ekki til lengri tíma. Ekki ef við ætlum að halda uppi sömu þjónustu. Upp kemur alvarleg staða og það þarf að auka peninga til spítalans,“ segir Björn.Fáið þið einhver viðbrögð eða vísbendingar um að það verði gert frá nýrri ríkisstjórn? „Ekki ennþá.“
Tengdar fréttir Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 "Mjög mikilvægt fyrir okkur“ Fyrsta sjúkrahúsið í Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum mun nota hugbúnað frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Mentis Cura til að greina Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Mikil sóknarfæri fólgin í samningum, bæði fyrir fyrirtækið og Íslendinga, segir heilbriðisráðherra. 12. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03
"Mjög mikilvægt fyrir okkur“ Fyrsta sjúkrahúsið í Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum mun nota hugbúnað frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Mentis Cura til að greina Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Mikil sóknarfæri fólgin í samningum, bæði fyrir fyrirtækið og Íslendinga, segir heilbriðisráðherra. 12. ágúst 2013 18:30