Þremur kennt og öðrum bent Vigfús Geirdal skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Í 47. grein stjórnarskrárinnar segir að nýkjörnir þingmenn verði að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni eftir að kosning þeirra hefur verið tekin gild. Því mætti ætla að alþingismenn hefðu góða þekkingu á þeim grundvallarlögum sem þeir eru eiðsvarnir að virða og fara eftir. Nýlegar staðhæfingar þriggja fyrrverandi flokksleiðtoga og ráðherra, þeirra Steingríms J. Sigfússonar, Þorsteins Pálssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fá mann því miður til að efast um að svo sé.Saka forsetann um þríþætt stjórnarskrárbrot Allir þrír saka þeir forseta Íslands um að fara gróflega út fyrir verksvið sitt. Séu viðhorf þeirra dregin saman hefur forsetinn gerst sekur um þríþætt brot gegn stjórnarskránni: 1. Hann hefur talað eins og sá sem (framkvæmda)valdið hefur og jafnvel leyft sér að setja ofan í við þá sem hafa völdin, þ.e. ráðherra. 2. Hann afnam þingræðið er hann neitaði að staðfesta Icesave-frumvarpið í síðara tilvikinu. 3. Hann gerði sig sekan um „alvarlegan formgalla“ þegar hann tilkynnti synjun sína á lagafrumvörpum opinberlega í stað þess að gera það á lokuðum ríkisráðsfundum. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Svo alvarlegar, að þingmennirnir Steingrímur og Össur hefðu samvisku sinnar vegna átt að beita sér fyrir því að Alþingi krefðist þess, skv. 11. gr. stjórnarskrárinnar, að forsetinn yrði leystur frá störfum í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. En hver er fóturinn fyrir þessum ásökunum? Hvað er stjórnarskrá? Stjórnarskrá lýðræðisríkis er ekki eitthvað sem menn fjalla um af léttúð. Nútímastjórnarskrár eru afkvæmi lýðræðisbyltinga 18. og 19. aldar, þegar valdi sem taldi sig ríkja „af guðs náð“ (konungi og kirkju) var kollvarpað og fólkið tók æðsta valdið í sínar hendur. Eðli málsins samkvæmt er stjórnarskrá því leikreglur sem samborgararnir setja þeim sem þeir veita umboð sitt til að fara með hið þrískipta ríkisvald hverju sinni. Stjórnarskrá Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Það þýðir að þjóðin er löggjafinn. Það þýðir að stjórnarskráin verður aðeins skilin og túlkuð samkvæmt því sem í henni stendur. Engir hafa meiri rétt en aðrir til að lesa milli ímyndaðra lína, toga hana og teygja í þær áttir sem óskhyggjan vill.Forseti Íslands hefur umfangsmeiri völd en víða tíðkast Stjórnarskráin kveður svo á strax í 2. grein að forsetinn fari bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald, ásamt annars vegar Alþingi og hins vegar ríkisstjórn. Þegar ákvæði 29. greinar eru svo höfð í huga, þ.e. vald til að fella niður saksókn, náða menn og veita almenna sakaruppgjöf, þá verður ekki annað sagt en forsetinn fari með dómsvald líka. Þessi völd forsetans eru undirstrikuð með þeirri staðreynd að handhafar forsetavaldsins eru æðstu fulltrúar löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds. Það undirstrikar líka völd forseta að hann er þjóðkjörinn. Það lýsir aðeins takmörkuðum lesskilningi þegar fullyrt er að forsetinn sé valdalaus skv. 11. grein stjórnarskrárinnar, þ.e „ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“. Þetta ákvæði segir það eitt að hann verður ekki gerður ábyrgur fyrir gjörðum ráðherra (heldur ráðherrann sjálfur). Það gerir hann heldur ekki valdalausan að hann „lætur ráðherra framkvæma vald sitt“. Síst af öllu er ráðherrum hér veitt vald yfir orðum forseta og gjörðum.„Afnám þingræðis“ og „alvarlegur formgalli“? „Þingræði“ er hvergi nefnt í stjórnarskránni. Það myndi þýða að þingið réði eitt og þjóðhöfðinginn væri valdalaus. En stjórnarskráin kveður á um þingbundna stjórn og jafnframt valdamikinn forseta. Forseti skipar ráðherra, leysir þá frá störfum og ákveður fjölda þeirra, og hann einn hefur vald til að rjúfa þing (að tillögu forsætisráðherra). Vantraust þings á ríkisstjórn nægir því ekki eitt og sér til að fella hana. Forseti hefur ennfremur stjórnarskrárbundið vald til að synja frumvörpum þingsins staðfestingar og vísa til þjóðarinnar. Undir þeim kringumstæðum verður forsetinn ekki sakaður um að afnema eitthvað sem ekki er í stjórnarskránni. Hann er hins vegar að láta reyna á lýðræðið. Þess er hvergi getið í stjórnarskrá að forseta beri að tilkynna synjun sína á ríkisráðsfundi. 16. grein stjórnarskrárinnar segir það eitt um ríkisráð að forsetinn sé þar í forsæti(!) og að ríkisstjórnin eigi að bera fyrir hann lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir (ekki beinlínis vitnisburður um völd ráðherra yfir forseta). Það getur ekki talist „alvarlegur formgalli“ að hann tilkynni synjun sína á opinberum vettvangi og tali til þeirra sem málið varðar, þ.e. þings og þjóðar. Alþingi væri vissulega viðeigandi svið fyrir slíkan fund. Forsetinn hefur sem sagt ekki gerst sekur um nein þau stjórnarskrárbrot eða formgalla sem stjórnmálamennirnir þrír saka hann um.Rangtúlkun leysir engan vanda Stjórnarskrá Íslands er rammalög og sem slík afar skýr. Menn kunna hins vegar að sjá á henni alvarlegar brotalamir. Þeir vankantar verða ekki sniðnir af með rangtúlkun. Slíkt verður aðeins gert með því að þjóðin setji sér nýja og nútímalega stjórnarskrá, lausa við forna drauga konungs- og kirkjuvalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 47. grein stjórnarskrárinnar segir að nýkjörnir þingmenn verði að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni eftir að kosning þeirra hefur verið tekin gild. Því mætti ætla að alþingismenn hefðu góða þekkingu á þeim grundvallarlögum sem þeir eru eiðsvarnir að virða og fara eftir. Nýlegar staðhæfingar þriggja fyrrverandi flokksleiðtoga og ráðherra, þeirra Steingríms J. Sigfússonar, Þorsteins Pálssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fá mann því miður til að efast um að svo sé.Saka forsetann um þríþætt stjórnarskrárbrot Allir þrír saka þeir forseta Íslands um að fara gróflega út fyrir verksvið sitt. Séu viðhorf þeirra dregin saman hefur forsetinn gerst sekur um þríþætt brot gegn stjórnarskránni: 1. Hann hefur talað eins og sá sem (framkvæmda)valdið hefur og jafnvel leyft sér að setja ofan í við þá sem hafa völdin, þ.e. ráðherra. 2. Hann afnam þingræðið er hann neitaði að staðfesta Icesave-frumvarpið í síðara tilvikinu. 3. Hann gerði sig sekan um „alvarlegan formgalla“ þegar hann tilkynnti synjun sína á lagafrumvörpum opinberlega í stað þess að gera það á lokuðum ríkisráðsfundum. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Svo alvarlegar, að þingmennirnir Steingrímur og Össur hefðu samvisku sinnar vegna átt að beita sér fyrir því að Alþingi krefðist þess, skv. 11. gr. stjórnarskrárinnar, að forsetinn yrði leystur frá störfum í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. En hver er fóturinn fyrir þessum ásökunum? Hvað er stjórnarskrá? Stjórnarskrá lýðræðisríkis er ekki eitthvað sem menn fjalla um af léttúð. Nútímastjórnarskrár eru afkvæmi lýðræðisbyltinga 18. og 19. aldar, þegar valdi sem taldi sig ríkja „af guðs náð“ (konungi og kirkju) var kollvarpað og fólkið tók æðsta valdið í sínar hendur. Eðli málsins samkvæmt er stjórnarskrá því leikreglur sem samborgararnir setja þeim sem þeir veita umboð sitt til að fara með hið þrískipta ríkisvald hverju sinni. Stjórnarskrá Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Það þýðir að þjóðin er löggjafinn. Það þýðir að stjórnarskráin verður aðeins skilin og túlkuð samkvæmt því sem í henni stendur. Engir hafa meiri rétt en aðrir til að lesa milli ímyndaðra lína, toga hana og teygja í þær áttir sem óskhyggjan vill.Forseti Íslands hefur umfangsmeiri völd en víða tíðkast Stjórnarskráin kveður svo á strax í 2. grein að forsetinn fari bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald, ásamt annars vegar Alþingi og hins vegar ríkisstjórn. Þegar ákvæði 29. greinar eru svo höfð í huga, þ.e. vald til að fella niður saksókn, náða menn og veita almenna sakaruppgjöf, þá verður ekki annað sagt en forsetinn fari með dómsvald líka. Þessi völd forsetans eru undirstrikuð með þeirri staðreynd að handhafar forsetavaldsins eru æðstu fulltrúar löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds. Það undirstrikar líka völd forseta að hann er þjóðkjörinn. Það lýsir aðeins takmörkuðum lesskilningi þegar fullyrt er að forsetinn sé valdalaus skv. 11. grein stjórnarskrárinnar, þ.e „ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“. Þetta ákvæði segir það eitt að hann verður ekki gerður ábyrgur fyrir gjörðum ráðherra (heldur ráðherrann sjálfur). Það gerir hann heldur ekki valdalausan að hann „lætur ráðherra framkvæma vald sitt“. Síst af öllu er ráðherrum hér veitt vald yfir orðum forseta og gjörðum.„Afnám þingræðis“ og „alvarlegur formgalli“? „Þingræði“ er hvergi nefnt í stjórnarskránni. Það myndi þýða að þingið réði eitt og þjóðhöfðinginn væri valdalaus. En stjórnarskráin kveður á um þingbundna stjórn og jafnframt valdamikinn forseta. Forseti skipar ráðherra, leysir þá frá störfum og ákveður fjölda þeirra, og hann einn hefur vald til að rjúfa þing (að tillögu forsætisráðherra). Vantraust þings á ríkisstjórn nægir því ekki eitt og sér til að fella hana. Forseti hefur ennfremur stjórnarskrárbundið vald til að synja frumvörpum þingsins staðfestingar og vísa til þjóðarinnar. Undir þeim kringumstæðum verður forsetinn ekki sakaður um að afnema eitthvað sem ekki er í stjórnarskránni. Hann er hins vegar að láta reyna á lýðræðið. Þess er hvergi getið í stjórnarskrá að forseta beri að tilkynna synjun sína á ríkisráðsfundi. 16. grein stjórnarskrárinnar segir það eitt um ríkisráð að forsetinn sé þar í forsæti(!) og að ríkisstjórnin eigi að bera fyrir hann lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir (ekki beinlínis vitnisburður um völd ráðherra yfir forseta). Það getur ekki talist „alvarlegur formgalli“ að hann tilkynni synjun sína á opinberum vettvangi og tali til þeirra sem málið varðar, þ.e. þings og þjóðar. Alþingi væri vissulega viðeigandi svið fyrir slíkan fund. Forsetinn hefur sem sagt ekki gerst sekur um nein þau stjórnarskrárbrot eða formgalla sem stjórnmálamennirnir þrír saka hann um.Rangtúlkun leysir engan vanda Stjórnarskrá Íslands er rammalög og sem slík afar skýr. Menn kunna hins vegar að sjá á henni alvarlegar brotalamir. Þeir vankantar verða ekki sniðnir af með rangtúlkun. Slíkt verður aðeins gert með því að þjóðin setji sér nýja og nútímalega stjórnarskrá, lausa við forna drauga konungs- og kirkjuvalds.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun