Með stysta fæðingarorlof á Norðurlöndum Þorgils Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 08:34 Fæðingarorlof er styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Ísland hefur jafnan verið á eftir hinum í þróuninni. Þessi mynd er úr safni. Mynd/Vilhelm Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“ Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“
Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58