Með stysta fæðingarorlof á Norðurlöndum Þorgils Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 08:34 Fæðingarorlof er styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Ísland hefur jafnan verið á eftir hinum í þróuninni. Þessi mynd er úr safni. Mynd/Vilhelm Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“ Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“
Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58