Pakkastjórnmál Guðmundur Örn Jónsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Á fjögurra ára fresti fáum við kjósendur að velja milli pakka af loforðum. Samfylkingin býður upp á pakka, einnig Sjálfstæðisflokkurinn, o.s.frv. Valið er yfirleitt erfitt því enginn pakkanna er algerlega eftir okkar höfði og allir innihalda þeir eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Ekki nóg með það heldur höfum við enga tryggingu fyrir því að loforðin í pakkanum okkar verði efnd þótt okkar pakki/stjórnmálaflokkur verði ofan á í kosningum. Líklegast eru sérhagsmunahópar ein helsta ástæða þess að í pökkunum eru bæði óæskileg loforð og að erfitt reynist fyrir stjórnmálaflokkana að efna sum loforðanna, sem þó eru í pökkunum. Því verðmætari sem sérhagsmunir eru, því meiri er hvatinn fyrir sérhagsmunahóp að beita sér í stjórnmálum. Það getur hann gert með því að nota arðinn af sérhagsmununum t.d. til að fjármagna stjórnmálaflokka, fjölmiðla eða hagsmunasamtök. Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þannig hafa áhrif eins sérhagsmunahópsins, Bændasamtakanna, leitt til þess að 70% íslenskra þingmanna vilja leggja hærri fjársektir við framleiðslu mjólkur utan kvóta (og án ríkisaðstoðar) heldur en við ræktun kannabis. Vegna áhrifa annars sérhagsmunahópsins, LÍÚ, er tæplega meirihluti fyrir því á Alþingi að þjóðin njóti arðs helstu auðlindar sinnar þótt 80%-90% þjóðarinnar vilji það. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli. Hún veitir ákveðnu hlutfalli kjósenda tækifæri til að velja tiltekið málefni, leggja það fyrir Alþingi og í kjölfarið, ákveða örlög þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alveg óháð afstöðu og áhuga einstakra stjórnmálaflokka á málinu. Nýja stjórnarskráin er því stærsta atlagan sem nokkurn tímann hefur verið gerð að sérhagsmunum á Íslandi. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna ættu því að fylgjast sérstaklega vel með afdrifum stjórnarskrárinnar á Alþingi. Þar ræður meirihlutinn og getur komið málum í gegn ef vilji er til þess, því einfalt er að stöðva málþóf. Ef nýja stjórnarskráin kemst ekki, svo til efnislega óbreytt, gegnum Alþingi er það vegna þess að meirihluti þingmanna vill ekki stemma stigu við sérhagsmunum. Til þess þurfa einhverjir stjórnarþingmenn að svíkja kjósendur sína, og við því getum við brugðist í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti fáum við kjósendur að velja milli pakka af loforðum. Samfylkingin býður upp á pakka, einnig Sjálfstæðisflokkurinn, o.s.frv. Valið er yfirleitt erfitt því enginn pakkanna er algerlega eftir okkar höfði og allir innihalda þeir eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Ekki nóg með það heldur höfum við enga tryggingu fyrir því að loforðin í pakkanum okkar verði efnd þótt okkar pakki/stjórnmálaflokkur verði ofan á í kosningum. Líklegast eru sérhagsmunahópar ein helsta ástæða þess að í pökkunum eru bæði óæskileg loforð og að erfitt reynist fyrir stjórnmálaflokkana að efna sum loforðanna, sem þó eru í pökkunum. Því verðmætari sem sérhagsmunir eru, því meiri er hvatinn fyrir sérhagsmunahóp að beita sér í stjórnmálum. Það getur hann gert með því að nota arðinn af sérhagsmununum t.d. til að fjármagna stjórnmálaflokka, fjölmiðla eða hagsmunasamtök. Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þannig hafa áhrif eins sérhagsmunahópsins, Bændasamtakanna, leitt til þess að 70% íslenskra þingmanna vilja leggja hærri fjársektir við framleiðslu mjólkur utan kvóta (og án ríkisaðstoðar) heldur en við ræktun kannabis. Vegna áhrifa annars sérhagsmunahópsins, LÍÚ, er tæplega meirihluti fyrir því á Alþingi að þjóðin njóti arðs helstu auðlindar sinnar þótt 80%-90% þjóðarinnar vilji það. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli. Hún veitir ákveðnu hlutfalli kjósenda tækifæri til að velja tiltekið málefni, leggja það fyrir Alþingi og í kjölfarið, ákveða örlög þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alveg óháð afstöðu og áhuga einstakra stjórnmálaflokka á málinu. Nýja stjórnarskráin er því stærsta atlagan sem nokkurn tímann hefur verið gerð að sérhagsmunum á Íslandi. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna ættu því að fylgjast sérstaklega vel með afdrifum stjórnarskrárinnar á Alþingi. Þar ræður meirihlutinn og getur komið málum í gegn ef vilji er til þess, því einfalt er að stöðva málþóf. Ef nýja stjórnarskráin kemst ekki, svo til efnislega óbreytt, gegnum Alþingi er það vegna þess að meirihluti þingmanna vill ekki stemma stigu við sérhagsmunum. Til þess þurfa einhverjir stjórnarþingmenn að svíkja kjósendur sína, og við því getum við brugðist í næstu kosningum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun