Tími Katrínar er kominn Þorvaldur Örn Árnason skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég hef fylgst með Katrínu Jakobsdóttur frá því hún var stálpuð stelpa í Ungum vinstri grænum og séð hana vaxa og þroskast sem stjórnmálamann. Mér finnst það ekki lítið afrek að sigla mennta- og menningarmálaráðuneytinu gegnum hrunið nánast átakalaust. Það er þó ekki vegna þess að hún hafi setið aðgerðalaus, það hefur margt gerst tengt hennar ráðuneyti og mikið mætt á því. Henni hefur tekist að sameina fólk til góðra verka við afar erfiðar aðstæður. Kunningi minn, sem ekki er flokksbróðir okkar en hefur mikil samskipti haft við Katrínu, lýsir henni og hæfileikum hennar á þessa leið: Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 37 ár, er Katrín orðin fjórði reynslumesti menntamálaráðherra Íslandssögunnar. Aðeins Gylfi Þ., Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín hafa verið fleiri daga í embætti en Katrín. Það er gaman að fylgjast með Katrínu, sem er ávallt geislandi af orku, gagnrýnin, tilbúin að hlusta og leysa mál, án þess að lenda í illdeillum við menn. Hún nýtur gríðarlegs trausts sem nær langt út fyrir raðir flokksmanna og er mögulega með skýrustu framtíðarsýn sem nokkur stjórnmálamaður síðari tíma hefur haft. Hún er reyndar afar lítillát og er ekki fyrir að vera með hávaða og nær því sjaldan athygli fjölmiðla, en er mjög vinnusöm og hefur auk þess ljósmyndaminni og er svakalega fljót að setja sig inn í mál. Svo er hún líka afar skemmtileg viðkynningar, algjörlega laus við hroka og vill helst aldrei nota vald til að ná niðurstöðu. Nánast fullkominn leiðtogi. Veit ekki alveg hvaða galla er hægt að nefna hjá henni, en það væri þá helst að vera ekki nægilega dugleg að kynna framtíðarsýnina sem hún býr yfir, og að hafa ekki hreinlega stigið skrefið til fulls innan flokksins, þ.e. að leiða VG og fá þjóðina með sér. Stundum mætti hún jafnvel sýna tennurnar og vera töff. Nú getur öll þjóðin fagnað því að Katrín Jakobsdóttir hefur stigið skrefið til fulls, nú þegar hinn framsýni og kraftmikli leiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon, hefur stigið til hliðar eftir glæsilegan feril sem formaður frá stofnun hreyfingarinnar. Sem betur fer njótum við áfram krafta og reynslu Steingríms en Katrín mun slá efsta tóninn í þeirri hljómkviðu sem Vinstri hreyfingin –grænt framboð er. Það eru margar ólíkar og öflugar raddir í þessum stóra kór og nú reynum við að sjá til þess að hvergi heyrist falskur tónn. Að við félagsmenn verðum áfram heil og sönn í því sem við gerum og samtaka þegar á reynir. Við erum komin með undir stýri unga, öfluga konu sem hæfir vel jafnréttissinnaðri kvenfrelsishreyfingu. Nú er fram undan að tryggja Vinstri hreyfingunni –grænu framboði góða kosningu í vor svo hæfileikar Katrínar fái notið sín til fulls, alþjóð til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með Katrínu Jakobsdóttur frá því hún var stálpuð stelpa í Ungum vinstri grænum og séð hana vaxa og þroskast sem stjórnmálamann. Mér finnst það ekki lítið afrek að sigla mennta- og menningarmálaráðuneytinu gegnum hrunið nánast átakalaust. Það er þó ekki vegna þess að hún hafi setið aðgerðalaus, það hefur margt gerst tengt hennar ráðuneyti og mikið mætt á því. Henni hefur tekist að sameina fólk til góðra verka við afar erfiðar aðstæður. Kunningi minn, sem ekki er flokksbróðir okkar en hefur mikil samskipti haft við Katrínu, lýsir henni og hæfileikum hennar á þessa leið: Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 37 ár, er Katrín orðin fjórði reynslumesti menntamálaráðherra Íslandssögunnar. Aðeins Gylfi Þ., Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín hafa verið fleiri daga í embætti en Katrín. Það er gaman að fylgjast með Katrínu, sem er ávallt geislandi af orku, gagnrýnin, tilbúin að hlusta og leysa mál, án þess að lenda í illdeillum við menn. Hún nýtur gríðarlegs trausts sem nær langt út fyrir raðir flokksmanna og er mögulega með skýrustu framtíðarsýn sem nokkur stjórnmálamaður síðari tíma hefur haft. Hún er reyndar afar lítillát og er ekki fyrir að vera með hávaða og nær því sjaldan athygli fjölmiðla, en er mjög vinnusöm og hefur auk þess ljósmyndaminni og er svakalega fljót að setja sig inn í mál. Svo er hún líka afar skemmtileg viðkynningar, algjörlega laus við hroka og vill helst aldrei nota vald til að ná niðurstöðu. Nánast fullkominn leiðtogi. Veit ekki alveg hvaða galla er hægt að nefna hjá henni, en það væri þá helst að vera ekki nægilega dugleg að kynna framtíðarsýnina sem hún býr yfir, og að hafa ekki hreinlega stigið skrefið til fulls innan flokksins, þ.e. að leiða VG og fá þjóðina með sér. Stundum mætti hún jafnvel sýna tennurnar og vera töff. Nú getur öll þjóðin fagnað því að Katrín Jakobsdóttir hefur stigið skrefið til fulls, nú þegar hinn framsýni og kraftmikli leiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon, hefur stigið til hliðar eftir glæsilegan feril sem formaður frá stofnun hreyfingarinnar. Sem betur fer njótum við áfram krafta og reynslu Steingríms en Katrín mun slá efsta tóninn í þeirri hljómkviðu sem Vinstri hreyfingin –grænt framboð er. Það eru margar ólíkar og öflugar raddir í þessum stóra kór og nú reynum við að sjá til þess að hvergi heyrist falskur tónn. Að við félagsmenn verðum áfram heil og sönn í því sem við gerum og samtaka þegar á reynir. Við erum komin með undir stýri unga, öfluga konu sem hæfir vel jafnréttissinnaðri kvenfrelsishreyfingu. Nú er fram undan að tryggja Vinstri hreyfingunni –grænu framboði góða kosningu í vor svo hæfileikar Katrínar fái notið sín til fulls, alþjóð til góðs.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar