Innlent

Minntust sýslumanns og hershöfðingja

Karl Gauti Hjaltason sýslumaður fór fyrir ímynduðum her og minntist forvera síns í embætti.
Karl Gauti Hjaltason sýslumaður fór fyrir ímynduðum her og minntist forvera síns í embætti. Mynd/ 'Oskar
Vestmannaeyingar minntust þess í gær að 160 ár eru frá embættistöku Andreas Augusts Kohl árið 1853-1860).

Kohl er einna frægastur fyrir að hafa stofnað einu íslensku herdeildina sem starfrækt hefur verið. Í henni voru allt að eitt hundrað menn sem telst nokkuð margt því þá bjuggu aðeins um fjögur hundruð manns í Eyjum. Mikil óregla var á Eyjamönnum þegar Kohl bar að garði og gerði hann að skilyrði að menn væru algjörir reglumenn á vín og tóbak til að geta gerst hermenn.

Einu sinni á ári stóð Kohl fyrir hersýningu. Þá marseraði herinn úr bænum og inn í dal með bumbuslætti og íbúar fylgdu á eftir. Margir segja þetta upphaf þjóðhátíða í Eyjum. Talið er að afkomendur Kohls á Íslandi séu mörg hundruð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×