Upplýsing gegn þrugli Guttormur Helgi Jóhannesson skrifar 26. apríl 2013 17:00 Þetta sírennsli þruglsins; öfgaöflum hérlendis hefur tekist að afvegaleiða ESB-umræðuna, slá ryki í augu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins hótaði að slíta samningaviðræðunum við ESB daginn eftir að hann kæmist til valda og ónýta þannig þá góðu og miklu vinnu sem lögð hefur verið í þær – undir forystu eldklárs samningamanns með áralanga reynslu á alþjóðavettvangi. En furðulegasta afurð þessara afturhaldsafla er hugmyndin um „tvöfalda“ atkvæðagreiðslu – sú fyrri á víst að snúast um ekki neitt, autt skjal, samning sem liggur ekki fyrir í endanlegri mynd. Engin Evrópuþjóð hefur til þessa dags gengið til slíkrar atkvæðagreiðslu. Hver hefur ekki fengið nóg af þessu þrugli. Vart þarf að minna fólk á að ESB var upphaflega stofnað í því skyni að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu í kjölfar seinna stríðs en hugsunin var líka sú að í krafti samvinnu Evrópuþjóða á ótal sviðum („sameinaðar í fjölbreytni sinni“) mætti skapa efnahagsveldi sem bætt gæti lífskjör íbúa þess – og orðið mótvægi við Bandaríkin og rísandi veldi í austri. Það gekk eftir. Þetta yfirþjóðlega bandalag er einsdæmi í heiminum, með menningarvíddir til allra átta: 27 fullvalda ríki með ríflega 503 milljónir íbúa, 23 opinber tungumál, öflugasta hagkerfi heims með ársframleiðslu upp á meira en 12.268 milljarða € – og búa þó ekki nema 7% mannkyns í löndum ESB. Staðbundnar krísur síðustu ára breyta ekki þessum staðreyndum. Raunar er talið að um 40% allra auðæva heims séu þar samankomin. Er það sannfæring mín að eyþjóð í norðurhafi eigi samleið með þessu magnaða meginlandi Evrópu og muni vegna vel í því samfélagi þjóða – hún þarf svo sannarlega á efnahagslegu skjóli að halda. Með því að verða hluti af stórri heild tel ég framtíð hennar best borgið. Gleymum því ei að á meðal stofnríkja Kola- og stálbandalags Evrópu, fyrirrennara ESB sem sett var á laggirnar 1952, var smáríki á borð við Lúxembúrg (með svipaðan íbúafjölda og Ísland) sem býr við fádæma velmegun í dag og hefur á að skipa háþróuðu samgöngukerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Sagan sýnir að smáríki hafa notið feikilegs ávinnings af aðild sinni að ESB. Í ljósi þessa var það rétt ákvörðun að hefja aðildarviðræður við ESB og brýnt að næsta ríkisstjórn haldi stefnu í þeim efnum. Það gerist ekki nema Samfylkingin fái þann þingmannastyrk sem þarf til að leiða þær til lykta – þess vegna fær hún atkvæði mitt. En alþingiskosningarnar 2013, eins og þær hafa þróast, snúast fyrst og fremst um lífskjör almennings sem nátengd eru baráttu tveggja andstæðra afla: Almannahags gegn sérhagsmunum. Hvort þeirra sigrar skýrist 27. apríl. Okkar er valið og ábyrgðin okkar. Ekki aftur Sjálfstæðisflokk og Framsókn við stjórnvölinn! Íslensku bankarnir eftir einkavæðingu og fram að hruni voru sagan um ekki neitt – engin framþróun, bara afturför. Stjórn fyrrnefndra flokka yrði ávísun á það sama, eina ferðina enn. Zzzzzzzz... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þetta sírennsli þruglsins; öfgaöflum hérlendis hefur tekist að afvegaleiða ESB-umræðuna, slá ryki í augu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins hótaði að slíta samningaviðræðunum við ESB daginn eftir að hann kæmist til valda og ónýta þannig þá góðu og miklu vinnu sem lögð hefur verið í þær – undir forystu eldklárs samningamanns með áralanga reynslu á alþjóðavettvangi. En furðulegasta afurð þessara afturhaldsafla er hugmyndin um „tvöfalda“ atkvæðagreiðslu – sú fyrri á víst að snúast um ekki neitt, autt skjal, samning sem liggur ekki fyrir í endanlegri mynd. Engin Evrópuþjóð hefur til þessa dags gengið til slíkrar atkvæðagreiðslu. Hver hefur ekki fengið nóg af þessu þrugli. Vart þarf að minna fólk á að ESB var upphaflega stofnað í því skyni að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu í kjölfar seinna stríðs en hugsunin var líka sú að í krafti samvinnu Evrópuþjóða á ótal sviðum („sameinaðar í fjölbreytni sinni“) mætti skapa efnahagsveldi sem bætt gæti lífskjör íbúa þess – og orðið mótvægi við Bandaríkin og rísandi veldi í austri. Það gekk eftir. Þetta yfirþjóðlega bandalag er einsdæmi í heiminum, með menningarvíddir til allra átta: 27 fullvalda ríki með ríflega 503 milljónir íbúa, 23 opinber tungumál, öflugasta hagkerfi heims með ársframleiðslu upp á meira en 12.268 milljarða € – og búa þó ekki nema 7% mannkyns í löndum ESB. Staðbundnar krísur síðustu ára breyta ekki þessum staðreyndum. Raunar er talið að um 40% allra auðæva heims séu þar samankomin. Er það sannfæring mín að eyþjóð í norðurhafi eigi samleið með þessu magnaða meginlandi Evrópu og muni vegna vel í því samfélagi þjóða – hún þarf svo sannarlega á efnahagslegu skjóli að halda. Með því að verða hluti af stórri heild tel ég framtíð hennar best borgið. Gleymum því ei að á meðal stofnríkja Kola- og stálbandalags Evrópu, fyrirrennara ESB sem sett var á laggirnar 1952, var smáríki á borð við Lúxembúrg (með svipaðan íbúafjölda og Ísland) sem býr við fádæma velmegun í dag og hefur á að skipa háþróuðu samgöngukerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Sagan sýnir að smáríki hafa notið feikilegs ávinnings af aðild sinni að ESB. Í ljósi þessa var það rétt ákvörðun að hefja aðildarviðræður við ESB og brýnt að næsta ríkisstjórn haldi stefnu í þeim efnum. Það gerist ekki nema Samfylkingin fái þann þingmannastyrk sem þarf til að leiða þær til lykta – þess vegna fær hún atkvæði mitt. En alþingiskosningarnar 2013, eins og þær hafa þróast, snúast fyrst og fremst um lífskjör almennings sem nátengd eru baráttu tveggja andstæðra afla: Almannahags gegn sérhagsmunum. Hvort þeirra sigrar skýrist 27. apríl. Okkar er valið og ábyrgðin okkar. Ekki aftur Sjálfstæðisflokk og Framsókn við stjórnvölinn! Íslensku bankarnir eftir einkavæðingu og fram að hruni voru sagan um ekki neitt – engin framþróun, bara afturför. Stjórn fyrrnefndra flokka yrði ávísun á það sama, eina ferðina enn. Zzzzzzzz...
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar