Mínir menn stóðust álagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 10:00 Strákarnir stóðu sig með sóma í Tékklandi. Mynd/Aðsend „Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend Golf Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
„Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend
Golf Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira