Náðaði svikahrappurinn Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 5. september 2013 11:27 Sigurður Kárason mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Sigurður Kárason, mikilvirkur svikahrappur, var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Samkvæmt ákæru sveik hann milljónir af 16 manns. Það vekur sérstaka athygli að Sigurður var náðaður á sínum tíma fyrir sambærilegt brot en þá hlaut hann 20 mánaða fangelsisdóm. Sigurður hefur komið víða við og verið lengi að við vafasama iðju sína. Árið 1999 hlaut hann þungan dóm, hann var dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, náðaði Sigurð og hefur það nú verið rifjað upp og vakið nokkra furðu manna á meðal. Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður spyr til dæmis á Facebooksíðu sinni hvort þetta geti verið satt? "Sigurður Kárason, sem á sínum tíma var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að svíkja stórfé, 30 milljónir þá, út úr ekkju með Alzheimer. Forsetinn náðaði hann þá. Af hverju?" Margir eru til að leggja orð í belg um málið á síðu Sigurðar.Fjörugar umræður eru um málið á Facebooksíðu Sigurðar G. Tómassonar.Um tíma virtist sem öll spjót beindust að forsetanum vegna þessarar náðunar sem eftir á að hyggja getur varla talist gáfuleg. En, óvænt hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, risið upp til varnar Ólafi Ragnari á bloggsíðu sinni. Björn skammar fréttastofu Ríkisins fyrir að ala á ómaklegum misskilningi í hans garð í frétt sinni og bendir á að formlega áriti forsetinn tillögu um náðun en taki ekki efnislega afstöðu til hennar, og ekki heldur ráðherrann sem leggur tillögu fyrir forsetann -- ráðherrann er bundinn af niðurstöðu þriggja manna náðunarnefndar, að sögn Björns sem bætir í og segir: "Hafi svikahrappurinn verið náðaður á sínum tíma eins og fréttastofan fullyrðir gefur það ekki rétta mynd af málinu að bendla náðunina við forseta Íslands, hann er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, þar á meðal náðunum. Þessi þáttur fréttarinnar ber vott um vanþekkingu, léleg vinnubrögð eða vísvitandi tilraun til að gera undirritun forseta Íslands tortryggilega." Formaður nefndarinnar er Ragnheiður Bragadóttur, prófessor, en aðrir sem sæti eiga í nefndinni eru Sigurður Guðmundsson læknir og Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Ragnheiður var í morgun tímabundin og gat ekki sett fréttastofu nánar inn í hvað liggur til grundvallar niðurstöðu um náðun. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Sigurður Kárason, mikilvirkur svikahrappur, var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Samkvæmt ákæru sveik hann milljónir af 16 manns. Það vekur sérstaka athygli að Sigurður var náðaður á sínum tíma fyrir sambærilegt brot en þá hlaut hann 20 mánaða fangelsisdóm. Sigurður hefur komið víða við og verið lengi að við vafasama iðju sína. Árið 1999 hlaut hann þungan dóm, hann var dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, náðaði Sigurð og hefur það nú verið rifjað upp og vakið nokkra furðu manna á meðal. Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður spyr til dæmis á Facebooksíðu sinni hvort þetta geti verið satt? "Sigurður Kárason, sem á sínum tíma var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að svíkja stórfé, 30 milljónir þá, út úr ekkju með Alzheimer. Forsetinn náðaði hann þá. Af hverju?" Margir eru til að leggja orð í belg um málið á síðu Sigurðar.Fjörugar umræður eru um málið á Facebooksíðu Sigurðar G. Tómassonar.Um tíma virtist sem öll spjót beindust að forsetanum vegna þessarar náðunar sem eftir á að hyggja getur varla talist gáfuleg. En, óvænt hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, risið upp til varnar Ólafi Ragnari á bloggsíðu sinni. Björn skammar fréttastofu Ríkisins fyrir að ala á ómaklegum misskilningi í hans garð í frétt sinni og bendir á að formlega áriti forsetinn tillögu um náðun en taki ekki efnislega afstöðu til hennar, og ekki heldur ráðherrann sem leggur tillögu fyrir forsetann -- ráðherrann er bundinn af niðurstöðu þriggja manna náðunarnefndar, að sögn Björns sem bætir í og segir: "Hafi svikahrappurinn verið náðaður á sínum tíma eins og fréttastofan fullyrðir gefur það ekki rétta mynd af málinu að bendla náðunina við forseta Íslands, hann er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, þar á meðal náðunum. Þessi þáttur fréttarinnar ber vott um vanþekkingu, léleg vinnubrögð eða vísvitandi tilraun til að gera undirritun forseta Íslands tortryggilega." Formaður nefndarinnar er Ragnheiður Bragadóttur, prófessor, en aðrir sem sæti eiga í nefndinni eru Sigurður Guðmundsson læknir og Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Ragnheiður var í morgun tímabundin og gat ekki sett fréttastofu nánar inn í hvað liggur til grundvallar niðurstöðu um náðun.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira