Lífið

PIN-númer falið í litaspjaldi

Freyr Bjarnason skrifar
PIN-númerið er falið í litaspjaldi.
PIN-númerið er falið í litaspjaldi.
Smáforritið PIN-Ísland hjálpar fólki að geyma öll PIN-númerin sem það þarf á að halda með hjálp litaspjalds.

Appið er komið út fyrir notendur iPhone í íslensku app-búðinni og fyrir notendur Android-snjallsíma. Það er væntanlegt á næstu dögum fyrir þá Íslendinga sem eru að nota bandarísku eða bresku app-búðina.

„Þetta er frekar létt og lítið app en samt mjög notendavænt. Það eru fleiri og fleiri staðir að gera kröfu um að fólk setji inn PIN-númerin sín og þess vegna er þetta mjög hentugt,“ segir vefhönnuðurinn Helgi Pjetur Jóhannesson, einn af eigendum Stokks.

Appið býr til litaspjald þar sem þú felur PIN-númerið þitt þannig að það er ekki aðgengilegt neinum nema þér. Hægt er að búa til eins mörg spjöld og þú þarft. Ómögulegt er að giska á röðina ef maður þekkir ekki liti og staðsetningu.

„Þetta er 100% öruggt. Appið er aldrei nettengt. Meira að segja síminn veit ekki hvert PIN-númerið er,“ segir Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.