Pistill: Úr klefanum hjá konunum í ÍR Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson skrifar 24. október 2013 14:30 Mynd/ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar
Íslenski handboltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira