Reddar ríkið því? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. janúar 2013 06:00 Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun