Segir niðurstöður rannsókna á kjötvörum öruggar 27. febrúar 2013 15:18 Rannsóknir á þeim sextán sýnum sem Matvælastofnun keypti og rannsakaði, voru framkvæmdar á tveimur mismunandi rannsóknarstofum að sögn Kjartans Hreinssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun. Annarsvegar voru þær framkvæmdar á tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum og svo hjá Matís ohf. Kjartan segir niðurstöðurnar öruggar. „Við keyptum sýnin eins og hver annar neytandi. Það var ekkert forval, heldur var þessu hagað þannig að við keyptum matvörurnar eins og þegar venjulegur neytandi kaupir í matinn," útskýrir Kjartan. Spurður hvort einhver mistök geti átt sér stað í þessu ferli segir Kjartan að ef minnsti vafi leiki á að niðurstöðurnar séu rangar þá er rannsóknin alltaf endurtekin. „Þetta eru öruggar niðurstöður," bætir hann við. Kjartan segir Matvælastofnun hafa lagst í rannsóknina til þess að kanna hvort það mætti finna sambærileg tilvik hér á landi og hafa komið upp í verslunum í Bretlandi, þar sem ítrekað hefur komið í ljós að nautakjöti hafi verið skipt út fyrir hrossakjöt. Ekkert hrossakjöt fannst í sýnunum sem voru rannsökuð, en rannsóknin ætti að gefa nokkuð góða mynd af ástandi matvælamarkaðsins hér á landi að sögn Kjartans. Þó hafi komið þeim á óvart, þessi aukaniðurstaða eins og Kjartan orðar það. Þar vísar hann til skorts á kjöti í nautaböku Gæðakokka sem og í lambahakkbollum. Magnús Nielsson, eigandi Gæðakokka í Borgarnesi, sagði í viðtali við Vísi í dag að mælingar Matís hlytu að vera ónákvæmar, en ekkert kjöt fannst í nautaböku fyrirtækisins. Það þótti Magnúsi sérkennilegt. Honum hefur verið gert að innkalla þessar tvær vörutegundir úr verslunum auk þess sem Kostur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að vörurnar hefðu verið teknar úr sölu þar til innihaldslýsingin rímaði við innihaldið. Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Rannsóknir á þeim sextán sýnum sem Matvælastofnun keypti og rannsakaði, voru framkvæmdar á tveimur mismunandi rannsóknarstofum að sögn Kjartans Hreinssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun. Annarsvegar voru þær framkvæmdar á tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum og svo hjá Matís ohf. Kjartan segir niðurstöðurnar öruggar. „Við keyptum sýnin eins og hver annar neytandi. Það var ekkert forval, heldur var þessu hagað þannig að við keyptum matvörurnar eins og þegar venjulegur neytandi kaupir í matinn," útskýrir Kjartan. Spurður hvort einhver mistök geti átt sér stað í þessu ferli segir Kjartan að ef minnsti vafi leiki á að niðurstöðurnar séu rangar þá er rannsóknin alltaf endurtekin. „Þetta eru öruggar niðurstöður," bætir hann við. Kjartan segir Matvælastofnun hafa lagst í rannsóknina til þess að kanna hvort það mætti finna sambærileg tilvik hér á landi og hafa komið upp í verslunum í Bretlandi, þar sem ítrekað hefur komið í ljós að nautakjöti hafi verið skipt út fyrir hrossakjöt. Ekkert hrossakjöt fannst í sýnunum sem voru rannsökuð, en rannsóknin ætti að gefa nokkuð góða mynd af ástandi matvælamarkaðsins hér á landi að sögn Kjartans. Þó hafi komið þeim á óvart, þessi aukaniðurstaða eins og Kjartan orðar það. Þar vísar hann til skorts á kjöti í nautaböku Gæðakokka sem og í lambahakkbollum. Magnús Nielsson, eigandi Gæðakokka í Borgarnesi, sagði í viðtali við Vísi í dag að mælingar Matís hlytu að vera ónákvæmar, en ekkert kjöt fannst í nautaböku fyrirtækisins. Það þótti Magnúsi sérkennilegt. Honum hefur verið gert að innkalla þessar tvær vörutegundir úr verslunum auk þess sem Kostur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að vörurnar hefðu verið teknar úr sölu þar til innihaldslýsingin rímaði við innihaldið.
Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46