Segir niðurstöður rannsókna á kjötvörum öruggar 27. febrúar 2013 15:18 Rannsóknir á þeim sextán sýnum sem Matvælastofnun keypti og rannsakaði, voru framkvæmdar á tveimur mismunandi rannsóknarstofum að sögn Kjartans Hreinssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun. Annarsvegar voru þær framkvæmdar á tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum og svo hjá Matís ohf. Kjartan segir niðurstöðurnar öruggar. „Við keyptum sýnin eins og hver annar neytandi. Það var ekkert forval, heldur var þessu hagað þannig að við keyptum matvörurnar eins og þegar venjulegur neytandi kaupir í matinn," útskýrir Kjartan. Spurður hvort einhver mistök geti átt sér stað í þessu ferli segir Kjartan að ef minnsti vafi leiki á að niðurstöðurnar séu rangar þá er rannsóknin alltaf endurtekin. „Þetta eru öruggar niðurstöður," bætir hann við. Kjartan segir Matvælastofnun hafa lagst í rannsóknina til þess að kanna hvort það mætti finna sambærileg tilvik hér á landi og hafa komið upp í verslunum í Bretlandi, þar sem ítrekað hefur komið í ljós að nautakjöti hafi verið skipt út fyrir hrossakjöt. Ekkert hrossakjöt fannst í sýnunum sem voru rannsökuð, en rannsóknin ætti að gefa nokkuð góða mynd af ástandi matvælamarkaðsins hér á landi að sögn Kjartans. Þó hafi komið þeim á óvart, þessi aukaniðurstaða eins og Kjartan orðar það. Þar vísar hann til skorts á kjöti í nautaböku Gæðakokka sem og í lambahakkbollum. Magnús Nielsson, eigandi Gæðakokka í Borgarnesi, sagði í viðtali við Vísi í dag að mælingar Matís hlytu að vera ónákvæmar, en ekkert kjöt fannst í nautaböku fyrirtækisins. Það þótti Magnúsi sérkennilegt. Honum hefur verið gert að innkalla þessar tvær vörutegundir úr verslunum auk þess sem Kostur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að vörurnar hefðu verið teknar úr sölu þar til innihaldslýsingin rímaði við innihaldið. Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
Rannsóknir á þeim sextán sýnum sem Matvælastofnun keypti og rannsakaði, voru framkvæmdar á tveimur mismunandi rannsóknarstofum að sögn Kjartans Hreinssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun. Annarsvegar voru þær framkvæmdar á tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum og svo hjá Matís ohf. Kjartan segir niðurstöðurnar öruggar. „Við keyptum sýnin eins og hver annar neytandi. Það var ekkert forval, heldur var þessu hagað þannig að við keyptum matvörurnar eins og þegar venjulegur neytandi kaupir í matinn," útskýrir Kjartan. Spurður hvort einhver mistök geti átt sér stað í þessu ferli segir Kjartan að ef minnsti vafi leiki á að niðurstöðurnar séu rangar þá er rannsóknin alltaf endurtekin. „Þetta eru öruggar niðurstöður," bætir hann við. Kjartan segir Matvælastofnun hafa lagst í rannsóknina til þess að kanna hvort það mætti finna sambærileg tilvik hér á landi og hafa komið upp í verslunum í Bretlandi, þar sem ítrekað hefur komið í ljós að nautakjöti hafi verið skipt út fyrir hrossakjöt. Ekkert hrossakjöt fannst í sýnunum sem voru rannsökuð, en rannsóknin ætti að gefa nokkuð góða mynd af ástandi matvælamarkaðsins hér á landi að sögn Kjartans. Þó hafi komið þeim á óvart, þessi aukaniðurstaða eins og Kjartan orðar það. Þar vísar hann til skorts á kjöti í nautaböku Gæðakokka sem og í lambahakkbollum. Magnús Nielsson, eigandi Gæðakokka í Borgarnesi, sagði í viðtali við Vísi í dag að mælingar Matís hlytu að vera ónákvæmar, en ekkert kjöt fannst í nautaböku fyrirtækisins. Það þótti Magnúsi sérkennilegt. Honum hefur verið gert að innkalla þessar tvær vörutegundir úr verslunum auk þess sem Kostur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að vörurnar hefðu verið teknar úr sölu þar til innihaldslýsingin rímaði við innihaldið.
Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46