Lífið

Katie Price vill fleiri börn

Fyrirsætan Katie Price vill stækka fjölskylduna enn meira.
Fyrirsætan Katie Price vill stækka fjölskylduna enn meira. nordicphotos/getty
Enska glamúrfyrirsætan Katie Price tjáði sig í viðtali á dögunum um að hún ætlaði að stækka fjölskyldu sína og vildi eignast fjögur börn í viðbót.

Fyrir á Price fjögur börn, Harvey, sem er ellefu ára, með fótboltakappanum Dwight Yorke. Með Peter Andre á hún tvö börn, Junior sem er átta ára og Princess sex ára. Yngsta barnið hennar, Jett Riviera Hayler fæddist svo í ágúst síðastliðnum.

Price giftist stripparanum Kieran Hayler í janúar síðastliðnum og á yngsta barnið með honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.