Lífið

Bakraddadívurnar fara framar á sviðið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásynjur skipa þær Alma Rut Kristjánsdóttir, Ína Valgerður Pétursdóttir, Ingunn Hlín Friðriksdóttir og Íris Hólm.
Ásynjur skipa þær Alma Rut Kristjánsdóttir, Ína Valgerður Pétursdóttir, Ingunn Hlín Friðriksdóttir og Íris Hólm. Mynd/Solla Matt
„Við elskum bakraddahlutverkið en nú förum við aðeins framar á sviðið,“ segir Alma Rut Kristjánsdóttir söngkona, sem stofnaði hljómsveitina Ásynjur, ásamt söngsystrum sínum, þeim Írisi Hólm, Ingunni Hlín Friðriksdóttur og Ínu Valgerði Pétursdóttur.

Þær eru allar velkunnar tónlistarbransanum en hafa að mestu sungið bakraddir á hinum ýmsu viðburðum og nú síðast á heiðurstónleikum Freddie Mercury. „Það stóð lengi til að stofna hljómsveitina áður en við létum svo loks verða af því.“

Hljómsveitin var stofnuð núna í sumar en þær hafa þekkst mjög lengi. „Við komum fram á okkar fyrstu tónleikum á Fiskideginum mikla á Dalvík í sumar og í kjölfarið hefur eftirspurnin aukist mikið,“ segir Alma um upphafið.

„Við erum allar mjög góðar vinkonur, þó svo það sé alveg tíu ára aldursmunur á elsta og yngsta meðlimnum. Við sungum fyrst fjórar saman þegar við sungum bakraddir með Jóhönnu Guðrúnu í undankeppni Eurovision árið 2011. Við æfum okkur mikið saman enda elskum við að syngja saman.“

„Við erum að undirbúa tónleika sem verða á Rosenberg 14. nóvember næstkomandi en við erum með frábæra tónlistarmenn með okkur. Lagavalið er mjög fjölbreytt hjá okkur, allt frá Beyoncé til Scorpions,“ segir Alma að lokum aðspurð um framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.