Samstarfi GM og PSA að ljúka? Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 10:45 Merki Peugeot og General Motors General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent
General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent