Öryrkjar gætu átt rétt á frekari greiðslum frá ríkinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. október 2013 14:07 Kona á fertugsaldri, sem er öryrki, hefur stefnt íslenska ríkinu og vill fá greiðslu vegna vangoldinna almannatryggingabóta og viðurkenningu á réttindum sínum. Alls krefst hún rúmlega 2 milljóna króna ásamt vöxtum. Íslenska ríkið krafðist frávísunar á málinu fyrir skemmstu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að taka skyldi málið til efnismeðferðar og því mun dómur falla í málinu. Daníel Isebarn, lögmaður konunnar, segir í samtali við Vísi að vinnist málið verði það loksins tryggt að öryrkjar eigi rétt á mannsæmandi lífsvirðurværi. Kröfur konunnar eru þær að viðurkenndur verði réttur hennar til mánaðarlegra greiðslna að fjárhæð 399.482 krónur. Mánaðarlegar bætur til hennar voru þegar málið var höfðað í desember 2012 voru 202.956 krónur. Heldur hún því fram að íslenska ríkið hafi sjálft skilgreint lágmarks neyslukostnað sem einstaklingar og fjölskyldur þurfa að greiða til að lifa eðlilegu lífi í útgefnum neysluviðmiðum velferðarráðuneytsins. Þá krefst hún þess til vara að viðurkennt verði að bæturnar hafi ekki fullnægt þeim rétti sem hún á til aðstoðar samkvæmt stjórnarskrá. Konan hefur ekki verið á vinnumarkaði í fjölda ára enda er hún óvinnufær vegna örorku sinnar og mun hún ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Hún býr ein í eigin húsnæði. Þá hefur hún engar tekjur aðrar en örorkubæturnar. Heldur konan því fram að bæturnar sem hún fær frá Tryggingastofnun ríkisins nægi ekki til að greiða lágmarksútgjöld hennar og þaðan af síður að hún geti lifað mannsæmandi lífi. Þá þurfi hún, eins og flestir öryrkjar, jafnan að standa undir meiri útgjöldum en „dæmigerður einstaklingur,“ eins og fyrir lyf, sjúkraþjálfun og heilbrigðisþjónustu. Til þess að hafa kr. 291.932 til ráðstöfunar mánaðarlega, eftir greiðslu skatta, eins og neysluviðmið velferðarráðuneytisins gerir ráð fyrir, þarf einstaklingur að vera með kr. 399.482 í mánaðartekjur fyrir greiðslu skatta. Daníel telur að niðurstaðan ætti að fela það í sér að öryrkjar gætu átt rétt á greiðslum frá ríkinu sem nemur mismuninum á núverandi fjárhæð örorkubóta og neysluviðmiði velferðarráðuneytisins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Kona á fertugsaldri, sem er öryrki, hefur stefnt íslenska ríkinu og vill fá greiðslu vegna vangoldinna almannatryggingabóta og viðurkenningu á réttindum sínum. Alls krefst hún rúmlega 2 milljóna króna ásamt vöxtum. Íslenska ríkið krafðist frávísunar á málinu fyrir skemmstu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að taka skyldi málið til efnismeðferðar og því mun dómur falla í málinu. Daníel Isebarn, lögmaður konunnar, segir í samtali við Vísi að vinnist málið verði það loksins tryggt að öryrkjar eigi rétt á mannsæmandi lífsvirðurværi. Kröfur konunnar eru þær að viðurkenndur verði réttur hennar til mánaðarlegra greiðslna að fjárhæð 399.482 krónur. Mánaðarlegar bætur til hennar voru þegar málið var höfðað í desember 2012 voru 202.956 krónur. Heldur hún því fram að íslenska ríkið hafi sjálft skilgreint lágmarks neyslukostnað sem einstaklingar og fjölskyldur þurfa að greiða til að lifa eðlilegu lífi í útgefnum neysluviðmiðum velferðarráðuneytsins. Þá krefst hún þess til vara að viðurkennt verði að bæturnar hafi ekki fullnægt þeim rétti sem hún á til aðstoðar samkvæmt stjórnarskrá. Konan hefur ekki verið á vinnumarkaði í fjölda ára enda er hún óvinnufær vegna örorku sinnar og mun hún ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Hún býr ein í eigin húsnæði. Þá hefur hún engar tekjur aðrar en örorkubæturnar. Heldur konan því fram að bæturnar sem hún fær frá Tryggingastofnun ríkisins nægi ekki til að greiða lágmarksútgjöld hennar og þaðan af síður að hún geti lifað mannsæmandi lífi. Þá þurfi hún, eins og flestir öryrkjar, jafnan að standa undir meiri útgjöldum en „dæmigerður einstaklingur,“ eins og fyrir lyf, sjúkraþjálfun og heilbrigðisþjónustu. Til þess að hafa kr. 291.932 til ráðstöfunar mánaðarlega, eftir greiðslu skatta, eins og neysluviðmið velferðarráðuneytisins gerir ráð fyrir, þarf einstaklingur að vera með kr. 399.482 í mánaðartekjur fyrir greiðslu skatta. Daníel telur að niðurstaðan ætti að fela það í sér að öryrkjar gætu átt rétt á greiðslum frá ríkinu sem nemur mismuninum á núverandi fjárhæð örorkubóta og neysluviðmiði velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira