Lífið

Hljómsveitin Muse aldrei skýrari

Hljómsveitin Muse gefur út tónleikamynddisk í 4K.
Hljómsveitin Muse gefur út tónleikamynddisk í 4K. Nordicphotos/Getty
Hljómsveitin Muse gefur út tónleikamynddisk í desember næstkomandi sem ber nafnið Live At Rome Olympic Stadium. Tónleikarnir koma út í bestu mögulega myndgæðum sem kallast 4K, sem er fjórum sinnum skýrara en HD. Tónleikarnir verða meðal annars sýndir í nokkrum kvikmyndahúsum víðsvegar í heiminum.

Tónleikarnir fóru fram á Ólympíuleikvanginum í Róm síðastliðið sumar og tjáði söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matthew Bellamy, sig um að tónleikarnir hefðu verið með þeim betri sem hljómsveitin hefði spilað. Á tónleikunum voru meira en sextíu þúsund manns.

Meðlimir sveitarinnar eru mjög spenntir yfir því að gefa út tónleikamynddisk sem er í eins fullkomnum myndgæðum og hægt er að komast í tæri við.

Aðspurður um framhaldið, segir Bellamy að sveitin stefni á rólegt ár í tónleikahaldi og ætli frekar að einbeita sér að því að semja nýtt efni fyrir nýja plötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.