Framtíðarsýn eða fortíðarhyggja Aðalsteinn Snorrason skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun