Skoðun

Morð

Ingvar Gíslason skrifar
Í tilefni af „Alþingislimrum“, sem birtust í Fréttablaðinu 17. júlí sl. og vakið hafa furðu margra fyrir leirburð, langar mig að rifja upp að Hringfari, vinur minn og skjólstæðingur, orti á sínum tíma eftirfarandi viðvörun:

Limran er leikur með orð,

svo lipur hún fljúgi um borð.

Þó leynist sá voði

með leirburðarhnoði

á limrunni fremjirðu morð.

Og Hringfari bætti við eftir lestur „Alþingislimranna“:

Þó hugsun í limru sé ljót,

hún líður ei fyrir það hót.

Ef formið er vömm

er það forsmán og skömm,

líkt og malað sé gull fyrir grjót.




Skoðun

Sjá meira


×