Dagurinn sem Dúlla dó Sólveig Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Fyrir ári síðan sat ég á litlum veitingastað í Srebrenica í Bosníu. Við vorum tvö, ég og Hasan sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sautján árum áður. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Vertinn kom askvaðandi, feitlaginn og hláturmildur. Hann hét Abdoullah en var alltaf kallaður Dúlla. Með hvítt, vel greitt hár, nýrakaður og stórt ör framan á hálsinum. Dúlla faðmaði Hasan, tók niður pöntunina okkar og hvarf inn í eldhús. „Hann dó einu sinni,“ útskýrði Hasan. Dúlla hengdi sig þegar Srebrenica féll í stríðinu af ótta við að hljóta sömu örlög og yfir 8.000 menn og drengir sem teknir voru af lífi. Hasan hafði sjálfur velt því fyrir sér að svipta sig lífi en Dúlla sannfært hann um að það væri ekki rétta leiðin. „Og svo gerði hann það bara sjálfur.“ Hasan skar Dúlla niður úr snörunni og kom honum til meðvitundar. Báðir komust þeir lífs af frá Srebrenica en Hasan missti alla fjölskyldu sína, Dúlla syni sína tvo og föður. Það var í júlí fyrir tæpum tveimur áratugum. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Þetta er saga af sárum raunveruleika. Aldrei aftur er orðið slagorð fyrir viðbrögð alþjóðasamfélagsins eftir að þjóðarmorð hafa verið framin. Þjóðernishreinsanir í Bosníu, Rúanda og Darfúr áttu sér stað fyrir minna en tuttugu árum og vöktu upp hörð viðbrögð um allan heim. Alþjóðasamfélagið tók skýra afstöðu gegn óréttlæti og árásum á saklausa borgara. En alltaf of seint. Alltaf eftir að hörmungarnar höfðu dunið yfir. Enn á ný fáum við fregnir af mannfalli og hörmungum, nú í Sýrlandi. „Það versta var að okkur fannst enginn hlusta og öllum vera sama um það sem var að gerast,“ sagði Hasan. Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Þangað til munu liðnar hörmungar halda áfram að bergmála í sárum raunveruleika samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan sat ég á litlum veitingastað í Srebrenica í Bosníu. Við vorum tvö, ég og Hasan sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sautján árum áður. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Vertinn kom askvaðandi, feitlaginn og hláturmildur. Hann hét Abdoullah en var alltaf kallaður Dúlla. Með hvítt, vel greitt hár, nýrakaður og stórt ör framan á hálsinum. Dúlla faðmaði Hasan, tók niður pöntunina okkar og hvarf inn í eldhús. „Hann dó einu sinni,“ útskýrði Hasan. Dúlla hengdi sig þegar Srebrenica féll í stríðinu af ótta við að hljóta sömu örlög og yfir 8.000 menn og drengir sem teknir voru af lífi. Hasan hafði sjálfur velt því fyrir sér að svipta sig lífi en Dúlla sannfært hann um að það væri ekki rétta leiðin. „Og svo gerði hann það bara sjálfur.“ Hasan skar Dúlla niður úr snörunni og kom honum til meðvitundar. Báðir komust þeir lífs af frá Srebrenica en Hasan missti alla fjölskyldu sína, Dúlla syni sína tvo og föður. Það var í júlí fyrir tæpum tveimur áratugum. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Þetta er saga af sárum raunveruleika. Aldrei aftur er orðið slagorð fyrir viðbrögð alþjóðasamfélagsins eftir að þjóðarmorð hafa verið framin. Þjóðernishreinsanir í Bosníu, Rúanda og Darfúr áttu sér stað fyrir minna en tuttugu árum og vöktu upp hörð viðbrögð um allan heim. Alþjóðasamfélagið tók skýra afstöðu gegn óréttlæti og árásum á saklausa borgara. En alltaf of seint. Alltaf eftir að hörmungarnar höfðu dunið yfir. Enn á ný fáum við fregnir af mannfalli og hörmungum, nú í Sýrlandi. „Það versta var að okkur fannst enginn hlusta og öllum vera sama um það sem var að gerast,“ sagði Hasan. Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Þangað til munu liðnar hörmungar halda áfram að bergmála í sárum raunveruleika samtímans.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun