Benz vinsælastur hjá bílþjófum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 10:45 Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent