Innlent

Viðrar vel til skíðaferða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er búist við prýðilegu veðri víðast hvar á landinu um páskana.
Það er búist við prýðilegu veðri víðast hvar á landinu um páskana. Mynd/ Vilhelm.
Það verður gott veður um páskana víðast hvar á landinu, segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það er ekkert hægt að kvarta sérstaklega yfir því,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir því að hlýjast verði í Reykjavík og víðar á Suðvesturlandi. „Á páskadag er spáð bjartviðri fyrir norðan og austan," segir hann. Horfur séu ágætar fyrir skíðafólk um helgina. „Það er helst á föstudaginn langa að það verði vindur á Austfjörðum," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×