Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2013 21:08 Páll Axel og félagar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira