Þetta hefur ekki verið frábært ár hjá Sergio Garcia en hann stendur vel að vígi á sterku móti í Tælandi fyrir lokahringinn á morgun.
Garcia hefur helst komið sér í fréttirnar á þessu ári fyrir deilur sínar við Tiger Woods. Hann lét óviðeigandi orð falla um Tiger í vor og þurfti að biðjast afsökunar á þeim.
En hann hefur náð sér vel á strik í Tælandi og er með fjögurra forystu fyrir lokahringinn eftir að hafa spilað á 65 höggum í morgun eða sjö undir pari. Hann er alls átján höggum undir pari eftir þrjá hringi.
Svíinn Henrik Stenson lék einnig á 65 höggum í dag og er í öðru sæti ásamt Anirban Lahiri frá Indlandi.
Justin Rose frá Englandi var jafn Garcia fyrir hringinn í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum. Hann er í fjórða sæti, fimm höggum á eftir Garcia.
Garcia nálgast fyrsta titil ársins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
