Harma kynningu á víngerð í Kjósinni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2013 07:00 Kjósverjar eru enn ekki farnir að rækta vínvið eins og þessir bændur á Spáni en hafa engu að síður sett sig inn í grundvallaratriði í léttvínsgerð. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Þetta var mjög saklaust,“ segir Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, um víngerðarkynningu í húsnæði sveitarfélagsins. Tveir fulltrúar Framfaralistans í hreppsnefnd Kjósar gagnrýndu á síðasta nefndarfundi að víngerðarkynning á vegum fyrirtækisins Ámunnar hefði verið „megin innihald“ síðasta fréttabréfs hreppsins sem dreift er í hús. Kynningin var haldin í Ásgarði þar sem hreppsskrifstofurnar eru. „Að auglýsa og kynna þess háttar kynningu á almennum viðburði á vegum hreppsins þar sem öll fjölskyldan á erindi, er ekki hægt að una við. Við hörmum því þennan gjörning,“ bókuðu þau Rebekka Kristjánsdóttir og Sigurbjörn Hjaltason.Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps.Oddvitinn mætti Guðmundur segir að í Kjós hafi að undanförnu verið ræddar leiðir til að íbúar gætu hist og spjallað. „Þetta var ein kynning sem kom upp í hugann og var framkvæmd af starfsmanni bókasafnsins sem sér um þetta,“ segir Guðmundur sem kveður um tíu manns hafa mætt á kynninguna, þar á meðal var hann sjálfur. „Mér leist vel á en reyndar þekkti ég þetta fyrir. Eiginlega finnst mér algert grín að þetta sé eitthvert mál. Það er annar hver maður að leika sér eitthvað svona. Það er alveg skaðlaust,“ segir oddvitinn.Rebekka kristjánsdóttir, varaoddviti Kjósarhrepps.Nær að stuðla að forvörnum „Okkur finnst að sveitarfélagið eigi frekar að stuðla að forvörnum en að standa fyrir námskeiði í að búa til áfengi,“ segir Rebekka Kristjánsdóttir sem kveður aðra hreppsnefndarmenn í raun vera sammála þeim Sigurbirni. „Þau gerðu þetta án þess að hugsa samkvæmt því sem sveitarstjórinn sagði mér.“ Guðmundur segir einu umsagnirnar sem hann hafi fengið um víngerðarkynninguna hafa verið jákvæðar. „Það hefur enginn íbúi snúið sér til mín með óánægju með þetta nema þessi tvö,“ segir oddvitinn og slær á létta strengi. „Það eru örugglega allir farnir að laga vín heima og það verður fljótandi út úr öllum kjöllurum á ég von á.“ Rebekka segir ýmsa menningarlega viðburði einu sinni í mánuði eiga að gefa fólki tækifæri til að hittast. „Næst ætlar einn bóndinn að sýna hvernig á að hekla stjörnur. Þar á eftir ætlum við að fá höfunda til að lesa úr jólabókum. Og í janúar höfum við að hugsað okkur að vera með sushi-námskeið.“Úr fréttabréfi Kjósarhrepps 30. október síðastliðinn: „Starfsmenn Ámunnar kynna hve einfalt og ódýrt er að gera sjálfur sitt eigið gæðavín og hversu gott það getur verið. Farið er yfir það hvernig eigi að búa vínið til, hvernig áhöld þarf til þess og hvernig efni eru í boði ásamt skilgreiningu á þeim.“ Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Þetta var mjög saklaust,“ segir Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, um víngerðarkynningu í húsnæði sveitarfélagsins. Tveir fulltrúar Framfaralistans í hreppsnefnd Kjósar gagnrýndu á síðasta nefndarfundi að víngerðarkynning á vegum fyrirtækisins Ámunnar hefði verið „megin innihald“ síðasta fréttabréfs hreppsins sem dreift er í hús. Kynningin var haldin í Ásgarði þar sem hreppsskrifstofurnar eru. „Að auglýsa og kynna þess háttar kynningu á almennum viðburði á vegum hreppsins þar sem öll fjölskyldan á erindi, er ekki hægt að una við. Við hörmum því þennan gjörning,“ bókuðu þau Rebekka Kristjánsdóttir og Sigurbjörn Hjaltason.Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps.Oddvitinn mætti Guðmundur segir að í Kjós hafi að undanförnu verið ræddar leiðir til að íbúar gætu hist og spjallað. „Þetta var ein kynning sem kom upp í hugann og var framkvæmd af starfsmanni bókasafnsins sem sér um þetta,“ segir Guðmundur sem kveður um tíu manns hafa mætt á kynninguna, þar á meðal var hann sjálfur. „Mér leist vel á en reyndar þekkti ég þetta fyrir. Eiginlega finnst mér algert grín að þetta sé eitthvert mál. Það er annar hver maður að leika sér eitthvað svona. Það er alveg skaðlaust,“ segir oddvitinn.Rebekka kristjánsdóttir, varaoddviti Kjósarhrepps.Nær að stuðla að forvörnum „Okkur finnst að sveitarfélagið eigi frekar að stuðla að forvörnum en að standa fyrir námskeiði í að búa til áfengi,“ segir Rebekka Kristjánsdóttir sem kveður aðra hreppsnefndarmenn í raun vera sammála þeim Sigurbirni. „Þau gerðu þetta án þess að hugsa samkvæmt því sem sveitarstjórinn sagði mér.“ Guðmundur segir einu umsagnirnar sem hann hafi fengið um víngerðarkynninguna hafa verið jákvæðar. „Það hefur enginn íbúi snúið sér til mín með óánægju með þetta nema þessi tvö,“ segir oddvitinn og slær á létta strengi. „Það eru örugglega allir farnir að laga vín heima og það verður fljótandi út úr öllum kjöllurum á ég von á.“ Rebekka segir ýmsa menningarlega viðburði einu sinni í mánuði eiga að gefa fólki tækifæri til að hittast. „Næst ætlar einn bóndinn að sýna hvernig á að hekla stjörnur. Þar á eftir ætlum við að fá höfunda til að lesa úr jólabókum. Og í janúar höfum við að hugsað okkur að vera með sushi-námskeið.“Úr fréttabréfi Kjósarhrepps 30. október síðastliðinn: „Starfsmenn Ámunnar kynna hve einfalt og ódýrt er að gera sjálfur sitt eigið gæðavín og hversu gott það getur verið. Farið er yfir það hvernig eigi að búa vínið til, hvernig áhöld þarf til þess og hvernig efni eru í boði ásamt skilgreiningu á þeim.“
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira